Algjörlega fyrirséð álit.

Og lítið annað en eg hef margsagt fólki.

Það er þarna samt  3. spurningin og umfjöllun dómsins um hana sem enn væri hægt að velta vöngum yfir.   

Þ.e.a.s. hvort réttri aðferð hafi verið beitt við framsetningu verðtryggingarinnar í lánasamningum og viðmið.   


mbl.is Verðtrygging ekki bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eina sem er vitlaust hjá þér er að það ert ekki þú sem hefur staðið fyrir kynningu á þessu fyrir fólki. Hinsvegar er það alveg réttt að samkvæmt álitinu kemur það til kasta íslenskra dómstóla að meta hvort að upplýsingar um verðtrygginguna hafi komið nógu skýrt og ítarlega fram í samningum.

Það er þar sem hundurinn liggur nefninlega grafinn, og nú þegaar liggur fyrir úrskurður Neytendastofu í öðru máli gegn Íslandsbanka þar sem það var úrskurðar óréttmætt að undanskilja kostnað við verðtrygginguna. Samkvæmt svarinu við 5. spurningunni þýðir það að skilmálinn er þá óskuldbindandi.

Með öðrum orðum þá styður EFTA-dómstólinn úrskurð Neytendastofu um að verðtryggíngin hljóti að vera óskuldbindandi, ef kostnaðinum er leynt.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2014 kl. 09:57

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Umm ... ekki sammála. Ekki sammála að EFTA Court styðji það.

Eins og eg nefni áður er samt hægt áfram að velta vöngum yfir 3. spurningu - en mér sýnist í heildina, við fyrsta yfirlit, að EKKI sé hægt að segja að EFTA telji framkvæmdina óheimila.

Þessi aðferð sem virðist hafa verið notuð við útreikninga á afborgunum er umdeilanleg, að mínu mati, en að aðferðin geri lánið ,,ólöglegt" er langsótt og án undirbyggingar.

EFTA vísar í hitt og þetta og einhverjir munu án efa leggjast yfir orðalagið - en mér sýnist þeir með orðum sínum ekkert frekar styðja það upplegg að óheimilt sé. Ekkert frekar. En þetta er loðið og túlkunarlegt. Vissulega.

En eg margsagði fólki að framsóknarmenn g þjóðrembingar ásamt útvarpi sögu væru að spila með fólk varðandi þetta efni. Virkilega ljótur leikur af þjóðrembingum og framsóknarmönnum og ofsa-hægri ruglustrumpum.

Virkilega ljótur leikur að hamast svona gegn landi sínu og innbyggjum og maður skilur ekki hvernig þeir geta fengið slíkt af sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2014 kl. 10:11

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er mikið að lesa og skilja í heila samhenginu,

eins og í 3 grein tilskipunar segir, Samningsskilmáli sem hefur ekki verið samið um sérstaklega telst óréttmætur ef hann þrátt fyrir skilyrði um góða trú veldur umtalsverðu ójafnvægi réttinda og skyldna samningsaðila samkvæmt samningnum neytanda til tjóns....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.8.2014 kl. 11:56

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að mínu mati á það atriði ekki einu sinni að vera umræðuefni.

Ef sagt er í lánasamningi að lán sé verðtryggt - þá á það bara að vera nóg. Það eiga allir íslendingar að vita hvað verðtrygging þýðir.

Hér hefur verið verðtrygging í um 30 ár - og að fólk hafi þá aldrei heyrt það eða?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2014 kl. 12:47

5 identicon

Það er vonandi að fólk fari nú að átta sig á því að verðtryggingin verður ekki bönnuð með málssóknum.

Það eina sem hægt er að gera í stöðunni, er að ganga í Evrópusambandið, taka upp evru og þar með er öll verðtrygging úr sögunni.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 14:13

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef reyndar rætt þetta mál við fólk á tvítugsaldri og fæst þeirra skilur verðtrygginguna

Þá hafa kannanir meðal almennings sýnt að þriðjungur fólks kann ekki skil á einföldum vaxtaútreikningum. Hvernig á það þá að skilja flókna samsetta afleiðu eins og vísitölutengt jafngreiðslulán?

Ég gæti sýnt þér formúlurnar, þar sem ég kann þær, en það myndi bara valda þér ógleði að reyna að skilja þær.

Helgi Jónsson: ertu kannski Ómar Bjarki undir dulnefni?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2014 kl. 20:17

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðmundur, ....nema hann heiti Haukur Kristinsson.

Benedikt V. Warén, 28.8.2014 kl. 20:31

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svarið við því sem síðuhöfundur varpar upp er einfalt:

Það var alls ekki beitt réttri aðferð við framsetningu verðtryggingarinnar í lánasamningum. Um það snýst þetta og ekkert annað.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2014 kl. 22:48

9 identicon

Þið vitleysingarnir haldið að Ómar Bjarki og Haukur Kristins séu bara þeir einu sem hafa skinsamar skoðanir á ESB, en nei það er nefnilega alsekki svo. Það er nefnilega fullt að fólki sem hefur nákvæmlega þessar skoðanir og við Ómar og Haukur og sennilega um 65% þjóðarinnar.

Þið innibyggjar og nei sinnar haldið nefnilega að með því gaspra og væla endalaust hér á mbl blogg að þar með séu þið með skoðun sem öll þjóðin sé með en það er mikill misskilningur hjá ykkur, það er nefnilega mjög þröngsýnn og þröngur hópur innibyggjara og fáfróðs fólks sem hefur þessa skoðun og þið.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband