13.8.2014 | 11:11
Sjallarnir samir við sig.
Það kemur auðvitað ekkert á óvart að þeir sjallar reyni að svindla á starfsfólki og seylast í vasa þess. Þetta er í raun saga sjalla allt frá lýðveldisstofnun og lengur. Seylast í vasa almennings á allan hátt og hafa hann réttlausan.
Sem dæmi um framferði þeirra sjalla, að þá voru þeir á móti því að sjómenn fengju lágmarkshvíldartíma á sólarhring. Á móti! Þeir vildu bara geta haldið fólki vakandi sólarhringum saman eftir behag og þrælað á því á allan hátt með skelfilegum afleiðingum.
Fólki þarf ekki að koma framferði sjalla neitt á óvart núna.
Mér fannst þetta skítleg framkoma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi frétt kemur Sjálfstæðisflokknum afskaplega lítið við. En kannski mætti koma því á framfæri að þrátt fyrir ítök sín í verkalýðshreyfingunni hefur LANDRÁÐAFYLKINGIN ekki komið þessu "jafnaðarlaunakjaftæði" út úr kortinu..............
Jóhann Elíasson, 13.8.2014 kl. 11:30
Ómar möntrusönglari.
Ég veit svo sem að það er eins og að skvetta vatni á gæs að óska þess að þú færir rök fyrir fullyrðingum þínum og sleggjudómum - enda bloggið fullt af ósvöruðum spurningum um rök þín fyrir sleggudómum göruræsisins sem þú ástundar svo djarft.
Hefur þú upplýsingar um flokksaðild eigenda veitingahússins Geysis ?
Þá bendir Jóhann á hið augljósa - en þú tekur ekki eftir því frekar en að þú stendur við stóru orðin í möntrusönglinu sem þú ert sífeltt með.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.8.2014 kl. 12:05
Ómar Bjarki ég gett ekki séð að þetta komi Sjálfstæðisflokknum neitt við frekar en öðrum flokkum, Þarna er veitingahúseigandi að svindla sínu starfsfólki.
Filippus Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:26
Að setja samasemmerki á milii arðráns og íhaldsins er auðvitað í lagi og fólk með grunnskólamenntun ætti að vita þetta.
Ekki þar með sagt að allir sjalladúddar níðist á verkamanninum, en dæmin um slíkt eru hinsvegar of mörg.
Þetta kallast á máli Valhallar-stuttbuxna-unglinga; frelsi einstaklingsins.
Eða eru ignorant innbyggjarar búnir að gleyma þjófnaði Sjallabankans, aka Landsbankinn, á sparifé fólks í útlandinu? Never heard about Icesave?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:37
Mér sýnist þú vera að stilla þessu uppa þannig að þetta sé svona af því Sjálfstæðismenn hafa stjórnað landinu lengst allra.
Þá með sömu rökum ætla ég að benda þér á að Sjálfsæðismenn hafa þá byggt upp allt velferðar, lífeyrissjóðs og skólakerfi landsins.
Vinstrimenn hafa einstaka sinnum fengið færi á að láta ljós sitt skína sem er ALLTAF massíf gúmmítjékkaskrif
Wilfred (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:50
Sem þjónustustarf er líklegast að þetta heyri undir VR og þaðan ASÍ.
Hvortveggja er með verulegum Samfylkingarblæ.
Óskar Guðmundsson, 13.8.2014 kl. 14:34
Haukur - ertu á ofskynjunarlyfjum ? ? ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.8.2014 kl. 20:33
Get ekki séð að þetta tengist stjórnmálaflokkum á nokkurn hátt og hjálpar ekki í umræðunni að stilla því þannig upp. Í umræðunni um jafnaðarkaup sem er undir kjarasamningsbundnum launum er það aðallega ungt fólk sem verður fyrir barðinu á vinnuveitendum. Tökum á málaflokknum með málefnanlegri umræðu.
Stjórnmálamenn mega hins vegar taka á honum stóra sínum, sameinast á næsta þingi og setja lög eða reglugerð sem gefur verkalýðsfélögum heimild til að kalla eftir launaseðlum starfsmanna til að kanna hvaða laun eru greidd. Það á ekki að þurfa kvörtun til, með tilheyrandi kostnaði fyrir starfsmann, REKINN!
Þeir sem starfa ófaglærðir á bar þiggja laun samkv. kjarasamningum Eflingar.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.