9.8.2014 | 13:17
Ástæða þess að Ísland er ekki á lista Rússa er undirlægjuháttur forseta, elítu og almennra þjóðrembinga gagnvart harðstjórnar- og mannréttindabrotaríkjum
,,Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur samskipti Íslendinga við Rússa vegna Norðurslóða og framgöngu forseta Íslands á þeim vettvangi vera ástæðu þess að innflutningsbann til Rússlands eigi ekki við Ísland.
Rússnesk stjórnvöld hafa bannað innflutning á matvælum frá fjölmörgum ríkjum heims, þar á meðal Bandaríkjunum, ríkjum Evrópusambandsins og Noregi. Með þessu eru Rússar að bregðast við þvingunaraðgerðum Vesturveldanna vegna stuðnings Rússa við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Innflutningur frá Íslandi er þó enn heimill, án þess að fengist hafi á því sérstök skýring.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur góð samskipti Íslendinga við Rússa varðandi málefni Norðurslóða spila þar stórt hlutverk. Við höfum á undanförnum árum og í dag átt mjög mikilvægt samstarf við Rússa á sviði Norðurslóða og þar hefur forseti Íslands gengið fram fyrir skjöldu og lýst því, að ég hygg einn stjórnmálamanna og þjóðarleiðtoga, yfir að deilurnar sem tengjast Krím eigi ekki að teygja sig inn á það svið og jafnvel slegið á putta annarra ríkisstjórna sem hafa viljað láta deilurnar ná inn á þann vettvang, segir Össur. Hann telur engar líkur á því að Ísland sé ekki á listinum vegna yfirsjónar Rússa. Eina skýringin sem að mér kemur til hugar er að Rússar séu þarna með meðvituðum hætti að láta Íslendinga njóta þessarar framgöngu forsetans, það er það eina sem mér dettur í hug, segir hann."
http://www.ruv.is/frett/telur-astaeduna-samskipti-vegna-nordursloda
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.