Hvað er þetta fyrir nokkuð? Sérkennilegur pistill:

,,Föstudagur 08. 08. 14 Vangaveltur eru um hvers vegna Ísland hafi ekki verið sett á bannlista Moskvumanna þegar þeir ákváðu að stöðva innflutning á matvælum frá ESB-ríkjum, Noregi, Ástralíu og Kanada. Sendiráð Rússa á Íslandi segir það eitt að rússneska ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um þennan lista. Það kann þó ekki að vera að Sergei Lavrov utanríkisráðherra hafi verið hugsað til móður sinnar og tengsla hennar við íslenskar viðskiptasendinefndir á tíma Sovétríkjanna þegar hann lagði lokahönd á listann?

Sergei Lavrov er fæddur í mars árið 1950. Faðir hans var Armeni frá Tiblísi en móðir hans rússnesk frá Georgíu. Hún vann í utanríkisviðskiptaráðuneyti Rússa og var árum saman í hópi helstu viðmælenda íslenskra viðskiptanefnda sem sömdu um sölu á íslenskum afurðum til Sovétríkjanna og kaup á olíu þaðan."

...

http://www.bjorn.is/dagbok/nr/7191

? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar.

Þetta er skynsamlegri ályktun hjá Birni en flest möntrusöngl þitt. Björn kemur nefnilega, ´líkt þér, með rökstuðning fyrir því hvers vegna hann telur að þetta geti omið til greina sem skýring.

Þar að auki er munurinn sá að þarna er um tilgátu að ræða og sett fram sem slík hugleiðing öfugt við að þú sönglar möntrur þínar eins og um heilagan sannleik sé að ræða og slærð fram fullyrðingum.

Síðan þegar þú ert beðinn um að styðja fullyrðingar þínar rökum þá þegir þú þunnu hljóði !

Þú ættir að taka Björn Bjarnason til fyrirmyndar í skrifum þínum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.8.2014 kl. 03:22

2 identicon

Hef heyrt að Pútín hafi keypt hús handa dótturinni á Bíldudal meðan að þetta ástand gengur yfir.

Hallgrimur Heidar Hannesson

Hallgrimur Heidar Hannesson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband