Hvar er svokallaður forsætisráðherra?

Það verður að segjast að þögn fjölmiðla um hvarf svokallaðs forsætisráðherra framsóknarmanna er sérkennilegt.

Hérna er allt í þvílíka ruglinu af hendi Hörmungarstjórnarinnar og ríkisstjórn er með alt á hælunum í öllum málum og skaði lands lýðs vex dag frá degi - þá hverfur forsætisráðherra og hefur ekki sést eða heyrst í sumar.

Sagt er að hann sé í fríi.  Og reyndar hefur hann verið meir og minna í skemmtifríi á kostnað almennings frá því hann laug sig til valda með 800 milljarða loforðinu.

Afhverju þegja allir fjölmiðlar um fjarveru forsætisráðherra?  Hvar er hann?

Er hann kannski hættur að vera forsætisráðherra?  Búinn að átta sig á að hann ræður ekki við djobbið og er fluttur erlendis? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saknarðu hans Ómar Bjarki?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 11:21

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 11:28

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vonandi er hann bara búinn að segja af sér og er að fara í skóla erlendis. Klára námið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 11:29

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er mikil verðbólgan hjá þér Ómar og víst er að ruglið ríður ekki við einteyming hjá þér....  Í upphafi luguð þið LANDRÁÐAFYLKINGARMENN að "loforðin" hjá Framsókn væru upp á 300 milljarða nú heldur þú því fram að þau hafi verið 800 milljarðar.  Hvað verða þau komin upp í næst????  Ég veit það er sárt fyrir ykkur LANDRÁÐAFYLKINGARMENNINA að þessi ríkisstjórn er búin að gera meira fyrir heimilin í landinu en "Ríkisstjórn Fólksins" gerði á öllu  sínu kjörtímabili en það er óþarfi að fara með lygar.....................

Jóhann Elíasson, 5.8.2014 kl. 11:59

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hörmungarstjórn elítunnar eða Hörmung eins og ríkisstjórnin er kölluð meðal manna, hefur gert svona mikið ,,fyrir heimilin í landinu:

,,Vaxta­bæt­ur lækka um helm­ing"

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/31/vaxtabaetur_laekka_um_helming/

Þetta kom flatt upp á marga sem létu glepjast af 800 milljarða loforði framsóknarskussa.

Það var alveg fyrirséð, og margvarað við því af skynsömu fólki, að eftir að framsóknaróbermin myndu ljúga sig að kjötkötlunum með 800 milljarða loforðinu - þá myndi fljótlega framsóknarsvipan fara á loft og almenningur lúbarinn.

Það hvað einhver alræmdur framsóknarmóri bullar af núll prósent viti er auðvitað irrelevant varðandi allt og allt - nema sem vísbending um hvernig fólk það er sem kemur þessum óbermum og þjóðníðingum til valda.

Menn þurfa ekkert að vera hissa á framkomu framsóknarmanna gagnvart almúganum þegar þeir eru bakkaðir upp af svona.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 12:56

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

En þú svarar engu sem þú varst spurður um, heldur bara áfram bullinu eins og enginn sé morgundagurinn.  Bulla og ljúga er víst það eina sem LANDRÁÐAFYLKINGAMENN geta, enda er það það eina sem þeir hafa vanist í gegnum tíðina...............

Jóhann Elíasson, 5.8.2014 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband