31.7.2014 | 14:14
Almenningur fær að finna fyrir svipu framsjallaelítunnar.
,,Þeir sem fá fyrirframgreiddar vaxtabætur á hverjum ársfjórðungi hafa vafalítið tekið eftir að þær eru umtalsvert lægri þennan ársfjórðung en þær voru á síðasta ári. Ástæðan er sú að tímabundin hækkun á hámarksfjárhæð vaxtabóta féll úr gildi um síðustu áramót. Af því leiðir að samkvæmt gildandi lögum verður hámark vaxtabóta, sem koma til útborgunar 2015, um helmingi lægra en á þessu ári, eins og segir á síðu Ríkisskattstjóra."
Og þetta kusu kjósendur framsjalla yfir þjóðina og landið?
Vaxtabætur lækka um helming | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má kannski benda þér á að þar sem allt er í sumardvala þá var ekki verið að gera neina breytingu sem var ákveðin í gær af núverandi ríkisstjórn.
https://www.rsk.is/um-rsk/frettir-og-tilkynningar/nr/1549
Bráðabirgðaákvæði XLI við lög um tekjuskatt var sett af Alþingi í lok árs 2010 og framlengt 2012 og 2013, til að mæta breytingum sem urðu í kjölfar efnahagshrunsins, með tímabundinni hækkun vaxtabóta. Það gilti fyrir ákvörðun vaxtabóta 2011, 2012, 2013 og 2014 (vegna tekjuáranna 2010, 2011, 2012 og 2013).
Samkvæmt því sem þarna kemur fram var ákveðið af síðustu ríkisstjórn að þetta skyldi renna út núna, eftir að kjörtímabili hennar hefur lokið.
Þú vilt kannski meina að í síðasta ríkisstjórn hafi verið skipuð "framsjöllum"?
Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2014 kl. 15:42
Það myndi einfalda og bjarga miklu, að lækka skatta á vaxtabótaþega og aðra bótaþega!
Bótaþega og rænda fátæklinga og eldriborgara, sem núna standa margir frammi fyrir þeirri helköldu staðreynd, að eiga ekki fyrir fæði, húsnæði, skyldaðri opinberri okurþjónustu, og óviðráðanlegum lyfja/heilbrigðis-kostnaði!
Það er neyðarástand núna hjá mjög mörgum veikburða og varnarlausum á Íslandi!!!
Ef ég hefði vald og kunnáttu til að stofna bjargráðasjóðsreikning fyrir allt þetta blessaða svikna og kerfisrænda fólk, þá myndi ég gera það. Aðrir eru færari en ég í því, eins og svo mörgu öðru.
Það er ekki í boði að þagga niður, hvernig verkalýðsforysta, glæpalífeyrissjóðir og Tryggingarstofnun ríkisins standa saman í að RÆNA varnarlausa þræla og alþýðu þessa lands.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2014 kl. 16:23
Framkoma framsjalla er algjörlega með ólíkindum.
Almenningur lúbarinn uppá hvern dag.
Hitt er svo önnur umræða, að þeir sem bulluðu hvað mest hér fyrir nokkrum misserum um hag landsog lýðs - þeir hafa í dag opinberað sig sem framsóknar eða sjallamenn og voru allan tíman að vinna að því markmiði að koma nefndum elítuflokkum til valda og stökkva nú fram og verjandi hvaða óhæfuverk elítustjórnarinnar sem er í það og það skiptið.
Þeir aðilar sem hafa opinbera sig svo gjörsamlega eru auðvitað ekki marktækir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2014 kl. 21:02
Auðlegðarskatturinn dó dauða sínum af sömu ástæðum og Ásgeir telur upp að ofan.
Var settur á tímabundið af síðustu ríkisstjórn og ákvað hún að hann skyldi aflagður núna.
"framsjallar" komu ekkert nálægt þeirri ákvörðun.
Oddný G Harðardóttir fjármálaráðherra Samfylkingarinnar:
"Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“
http://www.vb.is/frettir/75444/
Sigurður (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.