Stjórna hálfvitar landinu?

Eg fæ tæplega annað sé en þeir sem kosnir voru hérna af meirihluta innbyggja til að stjórna landinu - séu bókstaflega hálfvitar.

Önnur skýring er varla frambærileg en sú að þetta séu barasta hálfvitar.

Hvert asnastrikið og ruglumbullið rekur annað.  Það virðist alveg sama hvað þessi hörmungarstjórn elítunnar reynir að gera - bigtæm klúður!

Í raun er þetta eigi gamanmál - þó vissulega sé skellihlegið sumstaðar að þessum fíflalátum stjórnvalda.

Svo virðist nefnilega að svokölluð stjórnvöld séu algjörlega í vasa harðsvíraðra sérhagsmunaklíka, stóreignamanna og fjármagnsafla og aðeins framlenging á þeim.  Nokkurskonar puppets.

Og þá er auðvitað best að leikbrúðurnar séu hálfvitar.  Best að stjórna þeim þannig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fanst þér landráðafólkið Jóhanna, Steingrímur J. og Össur betri. Manstu eftir Svavar Gests. Icesave-samningnum?

Nefndu eina framkvæmd, bara eina, sem kom sér vel fyrir almenning í landinu?

Ég er nefnilega íslendingur með gullfiskamynni.

Það eina sem situr í mér er heimsókn landráðamannsinns til Gaza, fyrir okkar skattpeninga. Ekki man ég hvort hann lofaði að senda peninga til Hamas, en ekki finst mér það ósennilegt.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 14:07

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt, bókstaflega allt, sem Jafnaðarmannastjórnin gerði var til hagsbóta fyrir almenning í landinu. Allt.

Varðandi Icesavesamninga sérstaklega, að þá snerust þeir um það hvort landið vildi fylgja lágmarks siðferði og semja um fjármálaafglöp ykkar framsjalla á forlegan hátt sem nútíma ríki sæmir til hagsbóta fyrir allan almenning og landið í heild.

Alltaf var ljóst frá day one að eignir hinns fallna banka greiddu þessa skuld.

Málið snerist því um hvort Landið og innbyggjar vildu láta representa sig sem þjófa fjármálalega séð eður ei.

Framsóknarmenn, forsetagarmur ásamt almennum þjóðrembingum og fordóma-sinnum knúðu það fram með ofbeldi og svívirðilegum málflutningi að landið og lýðurinn í heild yrði stimplaður sem siðlaus í fjármálum og í raun þjófar.

Við þetta ykkar afrek knúðuð þið miklum og stórum skuldabagga á landið og lýðinn sem mun nú og næstu áratugi verða borgað af sjómönnum, bændum OG hjúkrunarkonum og mun skömm ykkar og svívirða verða uppi meðan land byggist.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2014 kl. 14:50

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. skammist ykkar í hausinn á ykkur framsjallar og fórdóma-sinnar að fara svona með landið og lýðinn!

Farið á námskeið og lærið að skammast ykkar vesalmenni, drullusokkar og þjóðníðingar.

Haldið svo kjafti LENGI.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2014 kl. 14:53

4 identicon

Mér þykir leitt að segja ykkur það drengir en ykkar rifrildi eru hlægileg og allt hugsandi fólk með greindarvísitölu yfir 100 stigum hlær að ykkur. Því það er sama hvort þú lítur til hægri eða vinstri það hafa ALDREI nema fífl stjórnað á Íslandi í yfir hálfa öld. Og það er ekki eins og Einstein hafi verið við stjórnvölinn hérna þar áður heldur. Hættið að gera ykkur að fífli svona. Þið eruð bara tvær hliðar á sama bjálfapeningnum og í sama liði en fattið það bara ekki.

Snú snú (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 22:38

5 identicon

Það má deila um hver var "verstur". Ég held við vitum það öll, ef við erum að tala um einstakling, en ekki stjórnmálaflokka, en sá maður hefur verið gerður óvirkur og er undir eftirliti allra sem hafa raunverulegt vald í þessum heimi og fær aldrei að ibba gogg meir. Svo engar áhyggjur. Þjóðin þarf bara að afneita honum smám saman og þá er okkar framtíð borgið. Minning hans mun gleymast og það verður eins og hann hafi aldrei orðið til. Hefði hann átt líffræðilega afkomendur þá hefði lína hans dáið út.

Snú snú (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 22:40

6 identicon

Það er heldur ekki þetta sem skiptir máli, drengir, heldur að skilja að þetta eru ALLT SAMAN hálfvitar, því miður. Greint fólk laðast sjaldan að stjórnmálum heldur minna en meðalgreindir menn í mikilli þörf fyrir viðurkenningu og andlega vanþroskaðir sem ofmeta eigið andlega atgerfi og geta verið hættulegir þjóðinni ef ekki er hafður hemill á þeim. Alþingi er eins konar verndaður vinnustaður og það er þjóðin sem á að vera á vakt þar og má ekki sofa á verðinum því þá fer það að minna meir á geðveikrahæli en sambýli þroskaheftra.

Snú snú (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 22:42

7 identicon

Ekki bara muna blóðlegar línur óvinanna deyja út, nema þar sem sérstök umfangsmikil yfirbót hefur verið gerð, heldur munu þeir enga andlega afkomendur eiga. Allir sem hefðu orðið afkomendur þeirra á einn eða annan hátt munu fjarlægjast þá, allt ævistarf þeirra verða að molum og að engu haft, minning þeirra gleymist og þeir skilja ekkert eftir sig. Minning þeirra verður afmáð af jörðinni. Þannig eru laun illgjörðarmanna og óvina ljóssins. Þannig verða örlög verstu stjórnmálamanna Íslandssögunnar. Tíminn er stuttur og brátt verður of seint að iðrast. Iðrunin þyrfti að vera stór. Dauðadagurinn nálgast og reikningsskilin. Annað tækifæri bíðst ekki þeim sem hafa fyrirgjört því með að bæta ekki fyrir mistök sín. Réttlæti er til í þessum heimi.

BW (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband