Þetta er náttúrulega ekki nákvæm frásögn hjá Fred.

Staðreyndin í málinu er sú, að það sem Fred framherji þeirra brasilíumanna gerir, er einfaldlega það sem síalgengara er að sjá sóknarmenn í fremstu röð gera.  þ.e. að ef möguleiki er á vítaspyrnu - þá láta menn sig einfaldlega falla í teignum.

Í þessu tilfelli var sá möguleiki vel fyrir hendi.  Fred veit vel af varnarmanninnum að baki sér og um um leið og hann finnur snertingu þá lætur hann sig falla með tilþrifum og þannig að það líti út sem kippt sé talsvert harkalega í eða hann rifinn niður.

Hitt er svo önnur umræða, að sá króatíski býður Fred alveg inná gafl með þetta.  Hann segir barasta:  Láttu þig falla Fred og nældu í vítaspyrnu, ég skal klappa þér aðeins.  Og Fred tók boðinu og framkvæmdi hið góða boð ágætlega.

 


mbl.is Fred kemur sjálfum sér til varnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband