1.6.2014 | 14:42
Útlendingaandúð fleytti Framsókn inn í borgarstjórn Flokkurinn í forsætisráðuneytinu rak áróður gegn minnihlutahópi og uppskar ríkulega.
,,Málflutningur Framsóknar og flugvallarvina um mosku og múslima er helsta ástæða þess að framboðið náði inn tveimur borgarfulltrúum í Reykjavík. Fylgi flokksins tók stökk eftir að oddvitinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörsdóttir hvatti til þess í viðtali og á Facebook að úthlutun lóðar til byggingar mosku yrði afturkölluð.
Ummælum sínum fylgdi Sveinbjörg eftir með því að deila og „læka“ efni á Facebook þar sem alhæft var um múslima og „hermenn Íslam“, fullyrt að innflytjendur væru ófúsir að aðlagast og fjölgun múslima í Noregi gerð tortryggileg. Ritstjórnarskrif Eyjunnar og Morgunblaðsins voru í svipuðum dúr og komu Davíð Oddsson og Björn Bjarnason boðskap Framsóknar til varnar."
...
http://www.dv.is/frettir/2014/6/1/utlendingaandud-fleytti-framsokn-inn-i-borgarstjorn/
Það er ljóst að Sjallamannaflokkur verður að slíta stjórnarsamstarfi við óbermisflokkinn.
Kjósendur snerust Sveinbjörgu til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú veist það, Ómar Bjarki, þótt þú þykist ekki vita það, að múslimar aðlagast ekki vestrænum lýðræðisgildum. Eða viltu ræða það eitthvað nánar?
Hvaðan hefur þú það, að það sé útlendingahatur hjá framsóknarmönnum? Nefndu dæmi.
Ef þú heldur að það sé eitthvað jákvætt að vera PK-múslimasleikja, þá er það rangt hjá þér.
Það er fjölmmenningar bullshittið sem er að kljúfa og sundra lýðræðisríkjunum á vesturlöndum, ykkur bolsivikum til mikillar gleði. Hver vegna heldur þú að hægri flokkar hafi unnið á í EU- valinu.
Það er einfaldlega - orsök og afleiðing.
Sama gildir um sigur Framsóknaflokksinns í Reykjavík.
Fólk er orðið leitt á þessu útþynnta rasistakjaftæði, án rökræðna, hjá vinstri mönnum.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 20:18
Þarna hittir Valdimar J. marga nagla á höfuðið.
Orðið "rasismi" merkir kynþáttahyggja og kynþáttahatur, sbr. Íslensk orðabók, og þeir sem klessa þeim merkimiða á þá sem vilja ræða um trúarbrögð, framandi trúarhefðir og samfélag, sérstaklega í íslensku samhengi, gera sig vægast sagt seka um vanþekkingu eða villandi áróðursbrögð og rökleysu.
Kristinn Snævar Jónsson, 1.6.2014 kl. 22:01
Dæmigerð afneitun hjá Valdimar og Kristni. Gunnar Waage skrifaði eftirfarandi pistil, sem hann nefndi: Afneitun er þekktur fylgifiskur.
"Það að stjórnmálaflokkur geri andúð gegn minnihlutahópum að sínu helsta kosningamáli er nýlunda hér á landi. Sama hvernig blindir stuðningsmenn Framsóknarflokksins reyna að afneita því, þá er sú afneitun nú bara einn af helstu fylgifiskum rasismans. Ástæða er til að setja Framsóknarflokkinn í algjöra gjörgæslu meðan hann gerir upp þetta mál sem fyrir mér er alvarlegra en einkavæðing bankanna. Flokkurinn verður valdalaus í borgarstjórn en engu að síður er ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur af því, hvers vegna fólk sér ástæðu til þess að kjósa flokk sem virðist vera að fara yfir um í þjóðernisstefnu sinni. Þjóðernisstefna er ekki slæm, vandamálið er að frá henni er afar stutt yfir í kynþáttahyggjuna og baráttu gegn minnihlutahópum. Ég geri fyllilega ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn fari afar varlega í samskiptum sínum við flokkinn eftir þetta, flokknum ber í raun skylda til þess að setja samstarf sitt við Framsóknarflokkinn í hreina gíslingu."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 22:27
Gunnar Waage er algerlega úti á túni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.