26.5.2014 | 16:22
Einarðir ESB menn eru með meira en 70%. Þeir eru sennilega með um 80%. Stórsigur ESB sinna.
Auk þess eru um 10% meira og minna einarðir ESB menn og við erum kannski að tala um um 10% sem eru með allt á hornum sér varðandi ESB.
Þetta er í raun bara svipað og var fyrir og hefur alltaf verið. 10% furðufuglar álíka og framsóknarflokkurinn.
Auk þess ber að undirstrika þá staðreynd að þessir kjánaflokkar eru innbyrðis sundurykkir og ólíklegt er að þeir geti komið sér saman um nokkur hlut að gagni.
Þetta lið verður algjörlega áhrifalaust og munu rústa sjálfum sér með eigin bulli rétt eins og framsóknarmannaflokkurinn hér.
Evrópa yfirgefi Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem dæmi um innbyrðis sundurlindi er mikið hlegið að því að Breski Sjallaflokkurinn vill ekki sitja með Franska Flokknum Le Penn. Segir hann vera of öfgasinnaðann. Framski Le Penn flokkurinn vill svo ekki sitja með Gullinni Dögun því GD er of öfgasinnuð fyrir Le Penn. Þýskur ESB efahyggjulokkur náði svo einum manni, að eg tel, og breski Sjallaflokkur er meir að segja of öfgafullur til að sá þýski geti setið með honum.
Af þessu er mikið hlegið og skopast sem vonlegt er.
Jafnframt ber að hafa í huga, að sumir aðilar sem náðu fylgi og eru oft flokkaðir sem á móti ESB eru langt til vinstri flokkar og þar ber hæst Vinstra bandalagið Gríska og það vill bókstaflega ekkert hafa að gera með hægri öfgamenn.
Þar ber þó að geta, að að mörgu er að hyggja með gríska Vinstra Bandalagið. Þeir eru einfaldlega ekki alfarið á móti ESB. Þeirra upplegg er að það þurfi að breyta ýmsu og þá aðallega vilja þeir auka samneyslu og í raun minnka vald þjóðríkja - í raun vilja þeir að sumu leiti meira ESB!
Lýðskrum er þó sterkur þráður hjá þeim og í raun alveg óljóst hvernig flokkurinn virkar þegar á reynir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2014 kl. 17:01
Elsku vinur.
Ertu ekki örlítið of öruggur um þína eigin vitsmuni því að
túlkun þín stangast á við allt sem sagt er í evrópskum
fréttamiðlum í dag. Þú skalt lesa aðeins betur um þetta efmi áður en þú geysist á ritvöllinn.
Kveðja, Jóhanna.
Johanna (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 18:10
Ég styð Farage heilshugar og flesta þá þingmenn sem hafa verið kosnir fyrir ESB-andstæðingaflokkana. Farage er merkasti og hæfasti stjórnmálamaðurinn, bæði á Mickey Mouse þinginu í Strasbourg og í brezkum stjórnmálum. Ræður hans á þinginu eru gullperlur.
Það er rangt hjá ESB-sinnanum Eiríki Bergmann að andstaðan við ESB í öllum ESB-ríkjum utan Þýzkalands sé einungis vegna bankanna. Andstaðan er vegna þess að ESB er pólítískur viðbjóður, og ESB ríkið sem er takmarkið verður rökréttur arftaki Þriðja ríkisins, þar sem ekkert lýðræði var, en mikil miðsýring og ójafnræði. Nákvæmlega eins og í ESB.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 19:09
Það sem skiptir máli er að hér er um staðreyndir að ræða.
Greining hefur leitt í ljós að samtals eru Andsinnar með sirka 107 menn af 751.
Þá er bara að reikna prósentuna. Samkv. mínum reikningum er þetta ekki einu sinni 20%.
Jafnframt ber að hafa í huga að hluti af prósentutölunni sem kemur út er ekki alfarið andstæður ESB heldur vill aðeins ýmsar breytingar.
Þetta eru um 10% sem eru alfarið á móti ESB að öllu leiti.
Innbyrðis eru þeir svo eina og að ofan er lýst. Geta ekki einu sinni setið hjá hvor öðrum!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2014 kl. 19:13
Ps. ESB sinnar einarðir eru í raun rúmlega 80%.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2014 kl. 19:13
Þetta er rangt reiknað hjá þér, Ómar. Athugaðu, að einungis 43,1% kosningabærra kusu. Það þýðir, að 56,9% kusu ekki og gera má fastlega ráð fyrir því að þessi hluti kjósenda hafi miklar efasemdir um ESB. Segjum svo, að þessi 10% þín séu rétt, þá eru 10% af 43,1% sama sem 4,31%. Samtals eru þá 56,9% + 4,3% = 62,2. Í stuttu máli, þá eru 61,2% kjósenda ESB-andstæðingar.
.
Líka er hægt að reikna þetta svona: 100% - 10% = 90%. Og 90% af 43,1% er 38,8%. Í stuttu máli má segja, að 38,8% af kjósendum ESB ríkja eru ESB-andstæðingar.
.
Síðast þegar ég vissi, þá voru 61,2% mun meira en 38,8%. Þú veizt núna, að þú hefur gert mistök í útreikningunum, viðurkenndu það bara.
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 23:55
Leiðrétting á innsláttarvillu: Það átti auðvitað að standa: "Í stuttu máli má segja, að aðeins 38,8% af kjósendum ESB-ríkja séu ESB-sinnar."
Pétur D. (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 23:58
Ómarég skora á þig að skoða ræður og viðtöl Nigel Fharace á yutup.
Snorri Hansson, 27.5.2014 kl. 01:45
Pétur D., þetta atriði ætti að mínu mati ekki að þurfa að ræða.
Það eru greidd atkvæði sem gilda.
Það er ógjörningur að ætla að reika ógreidd atkvæði út og suður a la Birgir Ármanns.
Ef eitthvað er má leiða líkur að því, að andstæðingar ESB fari frekar á kjörstað heldur en hófsamir stuðningsmenn Sambandsins. Vegna þess einfaldlega að þetta er miklu meira hitamál hjá þessum 10% sem hafa ESB á hornum sér og sjá bókstaflega rautt ef minnst er á ESB. Þeir eru því líklegri til að fara á kjörstað.
Með Nifel, að þá hef eg alveg kynnt mér hann bæði í ræðu og riti - og eg verð að segja að ég bókstaflega átta mig enganvegin á hvað bretar eru að pæla að kjósa svona menn í þessum máli.
Eina skýringin sem eg finn er að UKIP hefur lýðskrumast alveg gríðarlega og alltaf haft frítt spil. Hefur aldrei þurft að gera neitt eða bera ábyrgð.
UKIP hefur sona spilað á lýðskrum á nokkrum plönum, svona lagterta, hálir sem álar.
En þeir hafa engar lausnir uppá að bjóða að einu né neinu leiti. Þeir eru búnir að mála ESB svo sterkum litum, að margir bretar virðast trúa að ef ekki ESB = þá paradís!
Þetta sést vel ef maður skoðar umræður ESB andstæðinga á Englandi í kommantakerfum og svona. Þetta er voðalega þunnt. Alltaf sömu frasarnir aftur og aftur og aftur - og í raun ekkert uppbyggilegt eða spennandi hugmyndir o.þ.h.
Maður hefur séð þennan tendens líka hérna hjá andstæðingum ESB. Það er í raun ljótur leikur gagnvart fólki að telja því trú um að samráðsvettvangur ríkja líkt og ESB sé af hinu illa. Það er ljótur leikur gagnvart fólki og óábyrgt.
En mönnum eins og Nigel virðist alveg sama. Hann er bara að leita eftir þægilegu inni djobbi og þokkalegum launum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2014 kl. 02:47
Samráðsvettvangur??? ESB er sko enginn samráðsvettvangur.
Og Nigel Farage er ekki að leita að þægilegu innidjobbi, enda vill hann leggja niður ESB og þá verður hann atvinnulaus. En flestir aðrir en Nigel á ESB-þinginu eru lifibrauðspólítíkusar á ofurlaunum.
Pétur D. (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.