Hringlandinn í stjórnarflokkunum áberandi.

Það er alveg orðið skrautlegt að fylgjast með þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna að maður tali nú ekki um svokallaða ráðherra þeirra.   Hægt að sjá þetta allt á Alþingisrásinni.  Allur þeirra framgangur virkar óskaplega hringlandalegur og taktíkin virðist vera að setja hitt og þetta til einhverra ráðgjafafyrirtækja útí bæ sem skila svo af sér einhverjum óskapnaði sem ekkert verður síðan gert með.

Virkar fálmkennt og fullt af reynsluleysi ásamt vanmætti gagnvart því verkefni að halda samfélaginu saman.

Það í raun eina sem ríkisstjórnin hefur gert er að færa fjármuni frá hinum verr stæðu til hinna betur stæðu.  Annað hefur nú ekki verið gert.

Skrautlega uppákomu mátti sjá á þingi í dag þegar einhver framsóknarmaðurinn átti að stjórna þingfundi - hann virtist ekkert kunna til verka.  Starfsmaður útí sal þurfti hvað eftir annað að grípa fram fyrir hendurnar á honum og gera í raun allt fyrir hann.  Hann virtist ekkert hafa reynt einu sinni að setja sig inní djobbið.  Það hefði verið alveg jafngott að hafa bara starfsmanninn sem forseta þingsins og spara þannig almenningi pening.


mbl.is Sigmundur furðar sig á glerhöll
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er skrautleg lesning að kíkja á bloggið hjá fótgönguliðum LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR þessa dagana...............

Jóhann Elíasson, 6.5.2014 kl. 20:53

2 identicon

Eðlilega geltir varðhundur banksteranna nú ef það á að trufla hallarbygginguna.

Snati alltaf á sínum stað.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband