Lygi Andsinna afhjúpuð. Engar lagabreytingar vegna Aðildarviðræðna að Sambandinu.

,,Fimm af níu ráðherrum ríkisstjórnarinnar segja að engum lögum sem heyra undir verksvið þeirra hafi verið breytt vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í svörum þeirra við fyrirspurnum Guðbjarts Hannessonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem lagði samhljóðandi fyrirspurn fyrir alla ráðherrana nýverið.

Í svörum ráðherranna kemur fram að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á grunni EES-samningsins sem hefði líka þurft að gera til að klára aðildarviðræður við ESB í ákveðnum köflum. Engar af þeim breytingum stafa hins vegar af viðræðunum einum saman."

http://www.dv.is/frettir/2014/4/29/engar-lagabreytingar-vegna-adildarvidraedna-M5CU2K/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar Bjarki.

Þú ert ekki ennþá farinn að geta lesið þér til gagns frekar en blessuð grunnskólabörnin eins og PISA rannsóknin opinberaði.

Þér og öðrum fullveldisafsalssinnum hefur verið lagið að setja upp gleraugu með ógagnsæju gleri, eða þið eruð ekki læs á ensku, rétt eins og Nelson aðmíráll gerði þegar honum var sagt frá flotanum. Ykkur hefur verið sýnt lesefni sem Evrópusambandið sjálft hefur sett á heimasíðu sína til þess að hvaða skólabarn sem stenst PISA könnun geti kynnt sér hvernig aðlögunarviðræður fara fram eftir að búið er að samþykkja umsókn nýrrar þjóðar um aðild að sambandinu. Þar stendur skírum stöfum að í aðlögunarviðræðum eru dagsetningar á breytingum á lögum og reglum umsóknarríkis ákveðið og flestar breytingsr taka gildi á örstuttum tíma eftir að aðlögunarviðræðum lýkur. Í einstaka erfiðum og viðkvæmum málaflokkum getur verið aðlögunartímabil upp á einhverja mánuði og einstaka sinnum upp í örfá ár. Sumu var breytt strax eins og fréttin sem þú bendir á sýnir ljóslega. Niðurstaðan er samt ávallt sú sama, eins og ráðherraráð ESB hefur ítrekað við Ísland sem o9g aðrar æðstu valdastofnanir ESB hafa einnig ítrekar : ÍSLAND VERÐUR AÐ TAKA UPP ALL LAGA- OG REGLUVERK EVRÓPUSAMBANDSINS - EINNIG Í FISKVEIÐIMÁLEFNUM !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.4.2014 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband