Um þjóðfrelsisbaráttu svokallaða á seinni hluta 19.aldar og í upphafi þeirrar 20.

Staðreyndin er, í stuttu máli, að svokölluð sjálfstæðis/þjóðfrelsisbarátta er í raun bara mýta og/eða hefur verið undirlögð sögufölsunum þar til nýlega er sumir sagnfræðingar hafa flett ofan af lyginni.

Ef við lítum bara til Fjölnismanna sem oft eru taldir frumkvöðlar - að þá var ekkert issjú hjá þeim að frelsa fólk.

Það sést og sannast best á því, að Fjölnismenn vildu viðhalda fyrirkomulagi Bændasamfélagsins.  Þeir vildu að byggt yrði á sjálfsþurftarbúskap.  Þeir vildu ekki afnema vistarband og kúgun hina verr settu í samfélagi.  Þir vildu viðhalda kúguninni.

Þeir vildu sem mest frelsi stórbænda til að kúga almúgann.

Þegar af þessum sökum var ekki um neina sjálfstæðisbaráttu eða þjóðfrelsisbaráttu að ræða.

(Þó ber að taka Jónas þarna útfyrir sviga því hann skipti sér lítið beint af stjórnmálum - en þögn er sama og samþykki, má segja.  Hann hafði aðallega áhuga á, fyrir utan skáldskapinn, verklagi og vinnubrögðum til sveita en skipti sér lítið beinlínis af stjórnmálum.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband