Andstæðingar Evrópusambandsins eiga engin svör við vandaðri skýrslu Alþjóðastofnunnar.

Sem vonlegt er því málefnalegheit hafa aldrei verið hin sterka hlið andstæðinga Sambandsins.  Mikið þjóðþrifaverk þessi skýrsla.  Vegna þess einfaldlega að hún afhjúpar mytur sem lífsseigar hafa verið hér og jafnframt hrekur skýrslan ýmsar rangfærslur andsinna sem þeir hafa barið á innbyggjum með undanfarin ár.  Andstæðingar Evrópusambandsins eiga engin svör við þessu.  Broslegt er að fylgjast með viðbrögðum andsinna núna á netinu.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei þetta er ekki vönduð skýrsla,þú veist það Ómar. Upplýsingar til háskólasérfræðinga okkar koma frá ESB-liðum og það ónefndum nafnlausum sérfræðingum frá ESB-veldinu.

Getur þú frætt okkur um það hvaða sérfræðingar (erlendir) koma þarna að þessari´´vönduðu´´skýrslu er þú nefnir Ómar.

ESB-sinnar eru nokkuð vel skipulagðir það verð ég nú bara að segja,stjórnarandstaðan vælandi,og vælandi á þingi,útspekúleraðir hópar sem standa vaktina fyrir framan Alþingishúsið alla Laugardaga,og eflaust sumir á launum við það,kæmi ekki á óvart ef svo sé.Nú skal þjóðin heilaþvegin einsog hægt er og stuðningur nokkurra fjölmiðla sem fá styrki frá ESB-sambandinu til þess,er keyrð áfram í fjölmiðlum,með styrkjununm frá ESB-veldinu. Og þetta veistu vel Ómar.

Ekki kaus ég þessa ríkisstjórn,en ég er á sama bandi með henni að inní SovétESB höfum við ekkert að gera.

Ómar þú ritar þarna neðst í pistli þínum að þér finnist´´broslegt´´að fylgjast með andsinnum gagnvart þessari ´´vönduðu´´ skýrslu er þú nefnir.

Ómar hví þurfti að gera aðra rannsókn,það var nýlega búið að gera svona rannsókn,en því miður fyrir ykkur Fullveldisafalssinnana,að þá var útkoman ekki nógu góð fyrir ykkur,þá var farið í aðra rannsókn og útkoma var pöntuð,,og það VEISTU vel Ómar,ef þú fylgist þá nógu vel með plottinu sem viðhaft er af þeim sem eru að farast af ESB-draumi sínum.

Númi (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband