27.3.2014 | 23:05
Núverandi ríkisstjórn er algjörlega búin að missa allan trúverðugleika.
Vitleysisgangur ríkisstjórnar framsóknarmanna og sjalla virðist botnlaus. Það er súrrealískt að fylgjast með spunaþvælu vikadrengja þessara elítuflokka og própagandabarsmíðum. Enda ritskoða þeir stíft og bregðast afar illa við allri gagnrýni eins og framsóknarmanna er siður. Síðasta útspil framsóknarmanna og sjallanna var að allir ættu að fá böns of money með því að taka símann og panta þá líkt og pítsu! Allur meginþorri almennings virðist farinn að sjá talsvert í gegnum blöffarana og áróðurs- og spunadeildir framsjalla. Leiktjöldin eru alveg við það falla saman.
Þetta pítsu dæmi minnir á söguna um þegar Jeltsín fv. Rússlandsforseti var í heimsókn í Bandaríkjunum og gisti hjá Clinton. Öryggisgæsla var talsverð eins og venja er í Bandaríkjunum en þó sennilega ekki orðin eins ströng og nú til dags. Nú nú. Jeltsín átti við áfengisvandamál að stríða sem kunnugt er og eitt kvöldið hverfur hann og öryggisverðirnir setja allt á fullt að leita að honum. Að lokum fannst hann nánast kominn útá breiðstræti á nærbuxunum. Skýringin sem hann gaf á háttalagi sínu var, að hann hafi ætlað að skreppa og fá sér pítsu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.