12.3.2014 | 16:26
Á efirfarandi myndbandi má sjá bestu rokk/popp hljómsveit sem verið hefur á Íslandi ever. Tvímælalaust.
Jú jú, það má alveg segja að margir aðrir íslenskir einstaklingar eða hljómsveitir hafi samið betri og merkilegri tónlist og þá ekki síst í alþjóðlegu samhengi o.s.frv. Það er vissulega svo. En eg er að meina að þessi hljómsveit er langmerkilegust og besta hljómsveit í íslensku samhengi og miðað við innanlandsmarkað og íslenskan hugarheim. Lang merkasta og besta.
Þarna ber fyrst að líta til að erlendir aðilar koma að þessu þó þeir aðilar séu vissulega með íslenskan hugarheim og rætur að hluta til. Grúbban er alveg gríðarlega þétt, allt rétt gert og hún fittar í heildina saman. Bandaríkin, Raufarhöfn, Reykjavík. Alveg merkilegt hve grúbban nær að tengja sig þéttingsfast í eina heild.
Samt er það söngvarinn sem gerir útslagið. Sviðsframkoma mannsinns var algjör nýjung í íslensku samhengi. Þó erlendar fyrirmyndir leyni sér ekkert - þá nær hann að gera þetta á svo íslenskan hátt, fyrirhafnalaust og líkt og af eðlisávísun, að merkilegt verður að teljast. Engu líkara en hann sé að koma beint frá beitingarbalanum og hljóðneminn og snúrurnar í höndum hans líkt og beitingarlína.
Performansinn, sviðsframkoman, er svo sterk og afgerandi - að algjört knockout er. Hvorki fyrr né síðar hefur nokkur hljómsveit á Íslandi komið fram sem kemst nálægt ofanlýstu. Þessvegna besta og merkast rokk/popp hljómsveit á Íslandi og eftirfarandi myndband er merk heimild um sögu Íslands.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.