Meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Sambandinu. Stuðningur við aðild mikill.

,,72% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni eru hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. 21 prósent svarenda er á móti því, og 7% eru hvorki með né á móti.

Könnunin var gerð 27. febrúar til 5. mars, eftir að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn að ESB til baka var lögð fram á þingi.

Þeir sem eru 65 ára og eldri eru andvígastir þjóðaratkvæðagreiðslu, 31% þeirra vill hana ekki. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vilja heldur atkvæðagreiðslu en þeir sem búa á landsbyggðinni.

Netkönnunin var lögð fyrir 1400 manns og 61% svaraði.

Einnig var spurt hvernig svarendur myndu greiða atkvæði ef framhald aðildarviðræðna yrði borið undir þjóðaratkvæði í dag. 59% þeirra sem taka afstöðu myndu örugglega eða líklega kjósa að halda viðræðum áfram. 41% myndi örugglega eða líklega greiða atkvæði með því að viðræðum yrði hætt.

(...) Í könnuninni var líka spurt um afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu. Fleiri eru hlynntir aðild nú en þegar síðast var spurt í Þjóðarpúlsi, sumarið 2010. Þá mældust 26% með aðild en 59% voru á móti. Nú segjast ríflega 37% aðspurðra vera hlynnt aðild. Nærri 47% eru andvíg og 16% eru hvorki hlynnt né andvíg." http://www.ruv.is/frett/meirihluti-vill-thjodaratkvaedagreidslu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyriraögnin er röng. Meirihluti vill kjósa um áframhald viðræðna. Meirihluti er á móti aðild að sambandinu.

Áframhald viðræðna þýðir að leyfa viðræðum sem þegar eru strand að liggja í pækli ótimabundið.

Hafðu staðreyndirnar réttar.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 12:58

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekkert andsinnabull.

Meirihluti vill kjósa um áframhald. Mikill stuðningur við aðild að Sambandinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2014 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband