9.3.2014 | 02:21
Varist innlimunaráróðurinn.
,,Innlimunarmennirnir eru óþreytandi við iðju sína. Viðleitni þeirra á þessu stigi beinist helzt að því, að gera aðild Íslands að Efnahagsbandalaginu sem sakleysislegasta. Og ekki nóg með það, þeir slá alltaf úr og í, allt sé óvíst um þátttöku íslands, hvort af henni verði og hvernig hún verði. Og segja má að flestir sótraftar séu á sjó dregnir þegar farið er að senda hina svonefndu ,,Frjálsu menningu" út af örkinni í þessu skyni, en það er sem kunnugt er einn hræsnisfyllsti og vesalasti félagsskapur á öllu landinu. En bak við þetta áróðursgutl eru svo valdamenn stjórnarflokkanna, menn eins og Gunnar Thóroddsen og handgengnir menn honum í nazistadeild Sjálfstæðisflokksins og ,,hagfræðingar" Alþýðuflokksins og aðrir toppkratar, sem ekki hafa farið dult með þá ætlun sína að íslandi skuli þvælt í Efnahagsbandalagið og sjálfstæði landsins þar með afsalað. Það er þeirra vilji og þeirra ætlan, innlimun íslands í hið nýja Stór-Þýzkaland, það er þeirra framtíðarsýn fyrir íslenzku þjóðina, og að þeim þokkalegu áformum er nú unnið leynt og ljóst í samvinnu við erlenda valdamenn, íslenzkir ráðherrar og ,,sérfræðingar" á þveitingi til Bonn til að taka þar við fyrirmælum, í viðbót við hin bandarísku."
(þjóðviljinn 1962)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217312&pageId=2794827&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.