Ef ísland er innlimað í Efnahagsbandalagið verða hundruð þúsunda erlendra verkamanna fluttar til lansins af hinu drottnandi auðvaldi Efnahagsbandalagsins.

,,Verði ísland innlimað í Efnahagsbandalagið, þá geta hinir voldugu auðhringar og hvaða erlendir braskarar sem eru eignast hvaða fyrirtæki, sem þeir vilja, haft sama aðgang að auðlindum íslands sem íslendingar. Með öðrum orðum: þýzkir iðjuhöldar t.d. réðu jafnt atvinnufyrirtækjum á íslandi sem í Holstein eða Suður-iSlesvík. Yfirráð íslendinga yfir eigin efnahagslífi væru þar með úr sögunni. Og það var það, sem við börðumst fyrir að fá í margar erfiðar aldir. En ekki nóg með það. Hið drottnandi auðvald Efnahagsbandalagsins krefst þess að fá að flytja fólkið, sem það ætlar að þvæla út í verksmiðjum sínum, hvaðan að sem það vill. Það heimtar að geta flutt inn, jafnt til íslands sem Vestur-Þýzkalands, ef ísland er innlimað í Efnahagsbandalagið, hundruð þúsunda erlendra verkamanna, ef það álítur sig þurfa þeirra við. Verði Ísland innlimað í Efnahagsbandalag auðhringanna, getur svo farið að það verði ekki íslenzk þjóð, sem byggir þetta land í framtíðinni,heldur verðum við hér minni hluti, sem smásaman missir hér öll yfirráð."

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217167&pageId=2792995&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0

Þessir menn ætluðu að gera Ísland aðila að Sovétríkjunum - rétt eins og sumir andsinnar núna vinna að því að þröngva Ísandi að Rússlandi Pútíns og Kína.

Þetta er náttúrulega bara bilun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glannalegt að lesa þetta. Bara skelfilegt þótt gamalt sé. Öfgarnar, glórulausar öfgar. Annað hvort í ökla eða eyra. Líka svo heimskulegt, sem fer mest fyrir brjóstið á mér.

Þarf ekki íslenska þjóðin barasta á kynbótum að halda. Hleypa inn fleiri útlendinum; rauður, gulur, grænn og blár, skiptir engu máli.  

Er núna með Albana í vinnu hér í Grikklandi. Valentino og bráðir hans Pedro. Þvílíkir snillingar, sem og höfðingar í öllu fari og framkomu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband