5.3.2014 | 13:41
Ástandið og umræðan í íslenskum stjórnmálum undanfarin misseri er soldið lík og í byrjun 20. aldar.
Í byrjun 20.aldar voru þvílíka deilurnar og hræringarnar í íslenskum stjórnmálum. Uppgangur þjóðrembings var mikill og málflutningur stjórnmálaafla oft algjörlega úr takti við raunveruleikann. Átök urðu oft harkaleg og persónuleg. Menn skiptust í fylkingar varðandi málefni og hvikuðu ekki frá sinni stöðu en þegar næsta mál kom upp þá gátu fylkingarnar alveg breyst og mótherjar urðu samherjar og öfugt.
Strategían var oft að blása mál upp án þess að raunverulegt tilefni væri til deilna og þjóðrembingur var mjög gjarnan notaður sem fóður. Á þessum tíma var Ísland í raun að verða fullvalda sem kallast. Ísland varð í raun fullvalda með Heimastjórninni þó ekki væri búið að festa nákvæmlega stöðu þess og skilgreiningu í samhengi við Danmörku.
Nú nú. Íslendingar ættu að kynna sér sögu landsins uppúr 1900. Sjá hve deilurnar voru óskaplegar og gríðarlega harðar og illvígar - og hve margar deilurnar eða helstu deiluefnin voru merkingarlausar eða merkingalitlar þegar þessi fjarlægð er kominn á atburði og tíminn hefur sjatlað mál.
Mestanpart var deilt um framþróun tímans. Hvort það ætti að seinka eða hefta framþróun tímans. Í rauninni.
Í kjölfarið komu svo stéttaátök á 3. og 4. áratugnum. Síðan seinna stríð með algjörri byltingu lifnaðarhátta.
Það sem er m.a. athyglisvert við tímana uppúr 1900 er að margir voru mjög inná þjóðaratkvæðagreiðslum um málefni. Þetta virðist hafa verið gríðarlegt eldsneyti á deilur allskonar. Pólitískir aðilar lögðu mikið uppúr að þjóðin væri að baki þessu eða hinu málinu eða kröfunni.
Vandamálið við slíkt upplegg kom fljótt í ljós á þeim tíma. Nefnilega að það gat breyst afar snögglega hvar meginþorri kjósenda stóð eða hvaða pólitíkusi fólk kaus að fylgja. Einn daginn veifuðu pólitíkusar þjóðarviljafánanum afar hreiknir - næsta dag var svokallaður þjóðarvilji eða afstaða meginþorra manna farinn allt annað. Þetta leiddi til þess að afar vandasamt reyndist að koma fram einföldum nauðsynjamálum.
þ.e.a.s. að þjóðatkvæðagreiðslur og það að pólitíkusar flaggi þjóðarvilja eða að meirihluti kjósenda sé að baki þeim o.s.frv. - það getur verið alveg rosalega tvíeggjað vopn. Alveg hrikalega tvíeggjað.
Þessvegna er eiginlega nauðsynlegt ef íslendingar vilja gera þjóðaratkvæðagreiðslur hluta af stjórnkerfinu, að settar séu sem fyrst reglur og rammi um slíkt fyrirkomulag. Að þjóðin og pólitísk öfl komi sér saman um hvernig fyrirkomulagið á að vera. Td. í fyrsta lagi hvort fólk vill að þjóðaratkvæðagreiðslur séu mögulegar og þá kerfi álíka og í Sviss eða Kaliforníu.
Eins og þetta er núna, er mikið svipmót og af ruglinu uppúr 1900. Menn veifa bara þjóaratkvæðagreiðslum eftir því hvernig pólitískir lýðskrumsvindar blása í það og það skiptið.
Athugasemdir
Vel mælt Ómar Bjarki. Fyrst "reglur og rammi", eins og í Sviss, sem ég þekki vel, þar eð svissneskur ríkisborgari.
Annars tóm vitleysa og bændur fara að taka upp á því að ríða til Reykjavíkur í brakandi þurrki um há annatímann, blindfullir, til mótmæla hinu og þessu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 14:09
Nákvæmlega. Það er nú eitt dæmið. Magnús Ólafsson bílstjóri sem var fæddur 1888 var viðstaddur þegar sunnlenskir bændur veltust loks inní Reykjavík til að mótmæla símanum 1905. Hann sagði svo frá 1980:
,,Ég kom þar að sem 40 kallar voru að deila við Hannes Hafstein út af símamálinu, en bændur höfðu fjölmennt til Reykjavíkur frá hálf hirtum túnum sínum í miðjum heyönnum til að mótmæla símamálinu. Karlarnir voru illir og fullir og ætluðu að drepa Hannes Hafstein." (Mbl 1980)
Þeir ætluðu að drepa Hannes Hafstein!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 17:16
En jú jú, menn hafa sér til afsökunnar kannski, að á þessi stigi voru þeir orðnir blindfullir og vitlausir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 17:16
Þetta hefur verið mikið feimnismál á Íslandi að bændur voru barasta á móti símanum að hluta til. Vissulega spilaði svo margt inní svo sem þjóðrembingur og danahatur sem notað var til að blása upp málið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 17:19
Staðreyndin er líka, að andstaða bænda við símann var eftir þetta og fram eftir 20.öld. Sem dæmi má nefna að erfiðlega gekk að fá menn ísímavinnu svo sem stauralagningu. Það meikar engan sens því þessi vinna var borguð með peningum og ekki allir sem höfðu kost á slíku á þeim tímum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 17:21
Samtímaheimildir og viðtöl við menn sem uppi voru á þessum tíma staðfesta andstöðu bænda gegn símanum. Sem dæmi má nefna að Björn Bjarnason frá Gröf í Mosfellssveit sem fór oft fyrir flokki stauramanna, kallaður Staura-Björn, var af sumum talinn réttdræpur!
Jafnframt má nefna sögur sem Kjartan Sveinsson, sem starfaði hjá símanum frá 1928, sagði frá og þá lá stundum við ofbeldi í símalagningunni.
M.a. sagði hann frá tilfelli þar sem bóndi trompaðist og taldi að þilið á kotinu myndi hrynja ef símalína væri tekin þar í gegn.
Í öðru tilfelli mætti bóndahöfðingi með haglabyssu og hótaði að skjóta. Ástæðan var að hann taldi að efni myndi leka úr vírnum og menga heyið!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 17:25
Sko, það er eins og íslendingar skammist sín eitthvað fyrir þetta núna og reyna að afsaka þetta með einhverjum fabúleringum um GSM.
Málið er, að þetta var bara svona. Einangrunin og fáfræðin var gríðarleg. Bændur á Íslandi voru alltaf á móti öllum nýjungum mestanpart. Td. má nefna rennandi vatn í híbýli. Það er ótrúlega seint sem þeir kveikja á peru þar. Hugmyndafræði bænda var að konurnar gætu nú bara náð í vatnið, langa leiðir í öllum veðrum, illa búnar og undirokaðar af þrældómi bænda.
Svona var hugmyndafræðin. Það þótti ekki ástæða til að breyta því sem hafði alltaf verið á ákveðinn hátt.
Það verður ekkifyrr en bændur missa tök á fólki og fólkið fer að flykkjast, í raun flýja, að sjávarsíðunni og í þéttbýli, að bændur taka við sér með nýjungar og framfarir.
Þ.e. að þeir misstu þrælana - og þá fóru þeir að huga að ýmsum nýjungum því þeir nenntu ekki að gera hlutina sjálfir.
Þeir virðast hafa litið á símann sem alvarlega ógn gegn ,,fullveldi" sínu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 17:30
Ok. gott og vel. Og þetta er ekki afarið séríslenskt fyrirbrigði. Það er td. þekkt frá afskekktum sveitum í Bandaríkjunum að bændur þar hafi verið á móti símanum og ýmsum tækninýjungum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.