22.2.2014 | 14:21
U.þ.b. helmingur kjósenda vill að Ísland verði aðili að ESB samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Myndarlegur meirihluti í Rvk.
Aukinn stuðningur við Evrópusambandsaðild
42,3% svarenda í könnun Capacent Gallup segjast myndu kjósa með aðild að Evrópusambandinu, ef aðild yrði borin undir þjóðaratkvæði nú. Þetta er aukning frá fyrri könnunum, en í samsvarandi könnun í janúar sögðust 39,7% kjósa Evrópusambandsaðild.
Könnunin var framkvæmd dagana 5. til 16. febrúar, að beiðni Já Ísland. Stuðningur hefur ekki mælst meiri en nú í könnunum sem Capacent hefur gert fyrir Já Ísland frá því í nóvember 2012. Svarendur voru 1405 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.
Könnunin var framkvæmd áður en skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um aðildarferlið kom út, og áður en samþykkt var af stjórnarflokkunum að afturkalla umsókn Íslands að Evrópusambandinu."
http://www.ruv.is/frett/aukinn-studningur-vid-evropusambandsadild
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.