19.2.2014 | 23:05
Þetta er náttúrulega bara bullumræða.
Yfirráð og ekki yfirráð - það er ekkert það sem málið snerist um í Nojaralandi. Yfirráðin í sjálfu sér óbreitt.
Það sem málið snerist og snýst um er að viðkomadi stjórn eða kerfi sé opinbert og uppá borðum þannig að augljóst sé samkvæmt statístík og praktíseringu að vísindalega og eðlilega sé að málum staðið.
Það sem átti að gerast var nú ósköp einfaldlega það, að norska kerfið átti að verða tekið upp í Sameiginlegu fiskstjórnunarkerfið Evrópska. Það voru öll ósköpin. Það voru nú öll voðalegheitin.
Hlægilegur própaganda-, hræðslu- og rangindamálflutningur LÍÚ. Hlægilegur.
En þar fyrir utan, að þó einhver annar en LÍÚ ætti að stjórna einhverjum fiskveiðum hér - só? Hverjum væri ekki sama!
Féllst ekki á yfirráð Norðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
identicon
Segja má að leiðir Evrópu og Bandaríkjanna hafi skilið hvað atvinnuleysi varðar í kringum árið 2011. Á meðan atvinnuleysi hefur aukist í Evrópu þá hefur jafnt og þétt dregið úr því í Bandaríkjunum. Rekja má tæp 40% af vexti í atvinnuleysi meðal aðildarríkja Evrópusambandsins árin 2009 til 2012 til Spánar, að því er segir í skýrslunni.
Eina ríkið þar sem að verulegu leyti dró úr atvinnuleysi var hins vegar Þýskaland. Atvinnuleysi á Spáni hefur vaxið úr því að vera um 16% í byrjun árs 2009 í um 26% árið 2013. Meira en fimm prósentustiga vöxt mátti einnig sjá í Grikklandi og á Kýpur. Atvinnuleysi hefur aukist meira á evrusvæðinu en í öðrum ríkjum sambandsins, samkvæmt því sem segir í skýrslunni.
Atvinnuleysi ungmenna áhyggjuefni
Atvinnuleysi meðal ungs fólks í Evrópu hefur einmitt verið sérstakt áhyggjuefni. Árið 2012 var atvinnuleysi meðal ungmenna, þ.e. þeirra sem eru yngri en 25 ára, í aðildarríkjum Evrópusambandsins 23%. Atvinnuleysi ungmenna var meira en 25% í þrettán aðildarríkjum Evrópusambandsins og einungis minna en 10% í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi.
Árið 2012 var atvinnuleysi ungmenna á Spáni 53%, en 55% í Grikklandi. Atvinnuleysi var einnig mikið í öðrum löndum þar sem hagvöxtur var lítill eins og á Ítalíu, í Portúgal og Slóveníu, eftir því sem fram kemur í skýrslunni.
Í skýrslunni er einnig fjallað um atvinnustig, sem er skilgreint sem hlutfall starfandi manna af fólki á vinnualdri. Þar segir að atvinnustig í Evrópu hafi aukist frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar og fram til ársins 2008 þegar það hafi náð hámarki
sæmundur (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 23:59
sæmundur (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.