Hraðfrétta ,,húmor" RUV. Þvílíka niðurlægingin fyrir ríkisfjölmiðilinn.

Hvernig stendur á því að RUV hefur þessa aðila sem standa að svokölluðum hraðfréttum í vinnu?  Hvað á þetta að þýða eiginlega??  Eru þetta framsjallaræflar sem eru þarna í vinnu að skipun framsjalla.  Síðan hvenær er það opinberlega samþykkt af þjóð og ríkissjónvarpi að húmor sé að uppistöðu það að gera grín að útliti fólks og klæðaburði??  Hverskonar dónaskapur er þetta eiginlega.  Svo eru menn hissa á að allt sé vaðandi í einelti og skepnuskap í þjóðfélaginu.  Framsjallar bókstaflega berja þetta inn í gegnum ríkisfjölmiðilinn.  Þetta er þvílík niðurlæging fyrir RUV.   Húmor sem ruv er látið flytja einkennist af einelti og kúki og pissi.  Svo sennilega fá menn sér framsjallakúkabjór á eftir.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég hef aldrei getað séð einhvern "húmor" í þessu hjá þeim. Þetta er eiginlega það aumasta efni sem þessi fjölmiðill flytur. Ekki fyndið, ekki upplýsandi, ekkert, nema e.t.v. fordómar.

Sveinn R. Pálsson, 2.2.2014 kl. 09:47

2 identicon

Um hvað er verið að tala?

Hraðfrétta húmor RÚV hvað?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 16:46

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta eru einhverjir tveir pjakkar sem eru með einhvern ,,húmor" þátt á ruv - sem er að mínu mati fyrir neðan allar hellur.

Þetta er þó eitt - en hitt ekki síður, að það er eins og þurfi að troða þessum pjökkum allstaðar í alla aðra þætti á ruv.

Td, í söngvakeppnisþáttinn á laugardaginn. Ææææ voru þeir ekki þar með sinn ,,húmor".

Eg skal taka dæmi, ,,diddú er svo stutt - en samt svo stór í söngnum". Eitthvað svona bull. Í minni sveit þótti lítilmannlegt að haga sér svona og ekki neitt fyndið.

Og - ,,þessi er í svo ljótri skyrtu" - maður bara: hahaha, hí hí - eða ekki! Þetta er alveg hroðalegt að ríkisfjölmiðill skuli bjóða uppá svona. Þetta er misþyrming.

Svo er annað sem er verst. Eg hef tekið eftir að börn og unglingar fara að taka þetta þá sem leyfilegt. þ.e. að voða fyndið sé að gera grín að útliti fólks og klæðaburði. Svo eru menn hissa á að allt sé vaðandi í einelti og samskiptaógeðum á íslandi. Steinhissa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.2.2014 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband