Við þessa menn ætla innbyggjar að ræða mannréttindamál á milli þess að sérhagsmunaklíkur hérna ætla að maka krókinn.

,,Kínverjar fá nóg af spillingarfréttum.

Bandaríkjastjórn gagnrýndi í dag yfirvöld í Kína fyrir meðferð þeirra á erlendum fjölmiðlamönnum. Ástæðan er sú ákvörðun Kínverja að endurnýja ekki vegabréfsáritun Austin Ramzy, blaðamanns New York Times. Ramzy gat því ekki unnið lengur í Kína og varð að fara þaðan í dag.

Ritstjórar New York Times vísa á bug tæknilegum skýringum Kínastjórnar á ástæðunni fyrir því að Ramzy hafi ekki fengið endurnýjaða áritun. Þeir segja að ástæðan sé ítarleg umfjöllun hans og blaðsins um spillingu meðal áhrifamanna í kínverska Kommúnistaflokknum. Blaðið fékk Pulitzer-verðlaunin 2012 fyrir umfjöllun sína um auðsöfnun ættingja Wens Jiabaos, fyrrverandi forsætisráðherra.

Fréttaskýrendur segja ákvörðun Kínastjórnar vísbendingu um að hún líði ekki lengur umfjöllun vestrænna fjölmiðla um spillingu í efstu lögum kínverska stjórnkerfisins. Jay Carney, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði síðdegis að Bandaríkjastjórn hefði þungar áhyggjur af því að erlendum fjölmiðlamönnum væri gert erfitt fyrir að afla frétta í Kína."

http://www.ruv.is/frett/kinverjar-fa-nog-af-spillingarfrettum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband