21.1.2014 | 23:33
Ef fólk er að hugsa um matarkúra til að missa þyngd eða verða ekki þrekið oþh. - þá er best að fara á 1978 kúrinn.
Það er auvelt að rökstyðja það. 1978 er svo sem ekki heillög tala en fólk skal bara skoða gamlar myndir af fólki á götu fyrir 1980. Langflestir eins og spýtur í vaxtalagi! Alveg flatir og tæplega fituarða á þeim. Jú jú, einn og einn maður með svona smá kúlu sem stendur beint fram úr miðjunni - en ekkert þreknir að öðru leiti. Alveg himinn og haf milli vaxtalags fyrir 1980 og nútímans.
Ergó: Það verður að finna út hvað og hvernig fólk borðaði fyrir 1980 til að ná sama vaxtalagi, býst eg við. það er lógískt. Hægt að sjá td. myndband fyrir 1980 hér. Allir eins og spýtur:
http://www.youtube.com/watch?v=gfC2wI4rNb4
Kál og kartöflur eða kjöt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Minni sykur (gos, sælgæti, sykurmjólkursull osfrv)
Minna pasta oþh.
Meiri fiskur og óunnið kjöt.
Kyrrseta eflaust minni og fólk kannski bara sparsamara í matarinnkaupum.
Ætli þetta sé ekki mesti munurinn?
Ívar (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 08:58
Já, þetta er athyglisvert. Samt var ræktin ekki til komin, eða í mun minna mæli og heldur ekki Herbalife, fæðubótarefni, Detox og annað rugl.
Og eins og Ívar segir; gosið, sykraðar mjólkurvörur, "fast food" og minni kyrrseta, minna um "remote controle".
Þá voru bílar ekki notaðir eins mikið og fólk borðaði minna á milli máltíða.
Síðan eitt sem skiptir miklu máli, fólkið drakk mun minna af bjór og léttum vínum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2014 kl. 09:25
Já. Allt er þetta umhugsunarvert, að mínu mati. Öll atriði sem þið nefnið koma til álita. En með sykur sérstaklega, að fólk var á þessum tíma samt að borða einhvern sykur - en jú jú,sykur var ekki sullað saman við margar vörur eins og nú er gert.
Á þessum tímum var líka meiri tími tekinn til máltíða, að mínu mati. Meina, algengt var að fólk færi bara heim til sín í klukkytíma mat í hádeginu.
Í dag er soldið þannig stemming, að oft er búið að pakka vinnustíma saman, þ.e. menn taka hálftíma í mat og sleppa kaffi oþh. til að ljúka ákveðnum vinnutíma og komast fyrr heim o.s.frv.
Eg er ekki viss um að þetta sé sniðugt. Hálftími í hádegismat er enginn tími. Það tekur ákveðinn tíma að koma sér á þann stað er snæða á og svo aftur í vinnuna. Tíminn sem fer í átið er oft bara eitthvað 15 min. kannski. Þetta þýðir að fólk er að gleypa í sig eitthvað gums sem jafnvel lítil sem engin næring er í. Svo kemur það sársvangt úr vinnuni sem kallar á feitan bita kannski kl. 4-5 og svo er aftur kvöldmatur, eina máltíðin á deginum - og svo snakk og gums yfir mynd á kvöldin.
(Auk þess sem mér finnst þetta. þ.e. þessi stytting neysluhléa í vinnu, niðurlægjandi fyrir vinnandi fólk. Gleypa í sig matinn eins og hundar!
Að öðru leiti er eg með eina hugynd: Er ekki málið að í þá daga borðaði fólk minni skammta? Er ekki eitt atriði í þessu, að í dag er fólk bara að borða allt of mikið? Borða allt of stóra skammta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.1.2014 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.