Og þ.a.l. framsjöllum að kenna. Þeir voru jú einráðir hérna í tugi ára og þóttust allt vita og kunna í efnahags- og fjármálum og heilaþvoðu innbyggja með hardcore propaganda gegnum própagandaveitur sínar sem á hátíðisdögum eru kallaðir ,,fjölmiðlar". Hrunið var sjöllum og framsóknarmönnum að kenna:
,,Stækkun efnahagsreikninga bankanna hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum sem og útlánaþenslan sem átti sér stað og bankalán til einkageirans. Það var alveg ljóst að þegar svona stórir bankar, sem eru kerfislega mikilvægir, vaxa miklu meira en efnahagslífið, þá er hætta á því að eitthvað af lánunum sem verið er að veita skili sér ekki að nýju. Eins og ég bendi á í bókinni þá er bandaríski innistæðutryggingasjóðurinn með þá reglu í sínum bókum að ef bankar stækka um meira en því sem nemur 5% á einu ári þá er ástæða til að hafa varann á. Bankarnir hér uxu hinsvegar um 70% að meðaltali á ári frá 2002 til 2007, þegar þenslan var hvað mest."
...
,,Ein meginlexían sem við höfum fram að færa fyrir vanþróuð bankakerfi er sú að sterkt eftirlitskerfi er algjörlega nauðsynlegt. Auk þess má kerfið alls ekki stækka svona hratt á svona skömmum tíma og alls ekki út fyrir efnahagslífið sjálft en hér voru bankarnir 10 sinnum landsframleiðsla. Einu bankakerfin sem eru eitthvað verulega úr hlutfalli við efnahagskerfin sjálf eru bankakerfin í Sviss, Lúxemborg og Bretlandi. En það eru bankakerfi sem uxu yfir 150 ára tímabil og á sama tíma uxu innviðir eftirlitskerfanna jafnt og þétt því samhliða."http://www.frettatiminn.is/frettir/thad_eru_fyrst_og_fremst_stjornmalamenn_sem_bera_abyrgdina/
Er ekki kominn tími til að framsjallar andskotist til að skammast sín og biðji þjóðina afsökunnar??
Athugasemdir
hvað stækkuðu efnahagsreikníngar bankana í tíð seinustu ríkistjórnar þarf hún ekki að biðjast afsökunar á neinu
en einsog ómar veit kunum við framsóknarmenn ekki að skamast okkar svo það verðpur bið á afsökunarbeiðnini
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 19.1.2014 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.