Um útlenskt smjör, kjúklinga- og svínakjöt.

Nú er það upplýst að hér hefur verið selt útlenskt smjör í stórum stíl ásamt  kjúklinga- og svínakjöti og útbúið sem íslenskar afurðir sem kallast.  

Ok.  Nú hefur það verið margrætt að undanfarin misseri að það sem er selt af landbúnaðarvörum hér séu ,,bestar í heimi" að öllu leiti.

Nú nú.  Samkvæmt ofansögðu eru þá útlenskar landbúnaðarafurðir bestar í heimi! 

Eða var ekkert að marka tal manna undanfarin misseri?  Voru þeir að segja að ,,best í heimi" væri í raun ,,verst í heimi" og stórhættulegt??

Eg held ekki.  Það sem menn snæddu var útlenskt og menn sögðu það best í heimi.  Staðreynd.

Og hvað er þá málið?  Eigum við að ræða þetta eitthvað eða? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband