13.1.2014 | 13:05
Hvenær ætla framsóknarmenn að dratthalast til að fella niður skuldir?
Það gerist bara ekki neitt hjá framsóknarbúskussum. Þessir menn lofuðu eins og hálfvitar að fella niður skuldir uppá samtals amk. 300 milljarða - og síðan gerist bara ekki neitt nema að þeir raða gæðingum á garðann og gefa vel úr vasa almennings. Hérna bíður fólk eftir að fá 2007 aftur eins og framsóknarmenn lofuðu. Fólk þarf að gera áætlanir um hvernig eigi að skuldsetja sig og þessvegna er nauðsynlegt að fá þessa skuldaniðurfellingu framsóknarmanna. En nei nei, framsóknardratthalarnir gera bara andskotann ekki neitt. Þeir bara sitja og sitja aðgerðarlausir og virðist ekki nokkur leið að fá þá til að standa uppúr stólnum.
Athugasemdir
ómar . vertu feigin þeimun meira sem til að greiða niður skuldir ríkisins ómar kemst fyr til e.b.e, til að mjólka fjárhirslur þeirra
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 16:58
Það er niðurlægjandi fyrir samfylkingartrúðanna að loks eigi að fara í skuldaleiðréttingar handa öllum, en ekki bara sérvöldum óreiðumönnum að hætti samfíósa.
En hámarki nær nú samt niðurlægingin þegar verðtryggingin verður afnumin, eitthvað sem konmst ekki einu sinni á viðræðustig hjá samfóósunum þau 6 ár sem hún var í stjórn.
Sigurður (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 21:02
Það liggur nú fyrir í málinu 1. að ekki á að fella niður skuldir af öllum og ´2. að framsóknarmenn hafa nú eigi dratthalast til að gera nokkurn skapaðan hlut varðandi málefnið sem þeir lofuðu eins og hálfvitar til að svíkja sig inná þing. Lofuðu amk 300 milljarða skuldaniðurfellingum. Vísvitandi lugu því þessir plebbar.
Í framhaldi er ekkert mál að lofa skuldarniðurfellingum ef einhver annar á að borga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.1.2014 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.