Það er nú ekki oft sem ofsa-sjallavefurinn andriki.is kemur með relevant punkt í umræðum og þessvegna fréttnæmt ef það gerist. Það er alveg réttmæting ábending hjá þeim hérna að mínu mati. Þetta er soldið stingandi ef satt reynist:
,,Á síðustu starfsdögum Alþingis fyrir jól ákvað efnahags- og viðskiptanefnd þingsins skyndilega að setja 50 milljarða skattleysismörk á sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki. Um leið var skattprósentan hækkuð meira en til stóð í upphafi.
...
Skattstofn viðskiptabankanna fjögurra er á bilinu 57 til 870 milljarðar króna. Það er því ljóst að bankinn með 57 milljarða skattstofninn sleppur nánast undan skattinum.
Þessi tiltekni banki greiðir 26 milljóna skatt á þessu ári í stað þeirra 83 milljóna sem hann hefði greitt ef upphaflega frumvarpið hefði verið samþykkt án 50 milljarða skattleysismarkanna.
Eins og fram hefur komið á skatturinn á fjármálafyrirtækin að fjármagna tillögur starfshóps Sigurðar Hannessonar, ráðgjafa forsætisráðherra, um þjóðnýtingu einkaskulda, svokallaða skuldaleiðréttingu.
Sigurður er framkvæmdastjóri í viðskiptabankanum með 57 milljarða skattstofninn.
http://andriki.is/post/72825640646
Athugasemdir
Það er hægt að færa góð rök fyrir því að einstaklingar hafi persónuafslátt, það þarf jú ákveið lágmark til að lifa af. En hver eru rökin fyrir því að fyrirtæki hafi skattleysismörk? Maður nær því ekki alveg. Ljóst að þessi lög eru sérhönnuð fyrir þetta eina fyrirtæki, sem biskupssonurinn og sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar rekur.
Sveinn R. Pálsson, 12.1.2014 kl. 00:53
Já, drengir, djöfult er þetta spillt og rotið. Siðferðið algjörlega út á þekju í samfélaginu. Samt eiga þessir flokkar stóran hóp stuðningsmanna.
En annað, hvar er stjórnarandstaðan, er hún ekki komin úr jólafríinu?
Kveðjur frá Sviss.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 08:04
þetað er athiglisvert en senilega eingin tilviljun
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.