Skýrsluhöfundar fylgjast ekki vel með. Hafa ekki frétt að ríkisstjórn Ísland ætlar bókstaflega að fara dómsstólaleiðina inní ESB.

Það er það nýjasta.  Framsóknarmenn og Sjallar ætla að fara fyrir dómsstóla og heimta að Ísland gangi í ESB.  Því það er auðvitað það sem það þýðir ef heimtaðir eru IPA styrkir.  Að Ísland sé umsóknarríki og stefnt sé á aðild með aðildarsamningi.  Líklegast munu framsóknarmenn og Sjallar sleppa þjóðaratkvæði um samninginn og láta samþyggja aðild bara á alþingi.   Mjög sennilega mun Ísland ganga í ESB dómsstólaleiðina.
mbl.is Ólíklegt að umsóknin haldi áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Efnahagsleg staða Íslands er reifuð bæði fyrir og eftir að bankarnir féllu haustið 2008. Landið sé hins vegar á réttri leið núna ekki síst vegna sjálfstæðs gjaldmiðils. „Þetta litla norræna land hefur að mestu náð sér á strik eftir djúpastæða efnahagserfiðleika sem þakka má gengisfelldum gjaldmiðli og miklum viðskiptaafgangi - viðsnúningur sem var mögulegur að hluta til vegna þess að landið stendur utan við evrusvæðið,“ segir sömuleiðis í skýrslunni." Er þetta svona erfitt? Það er eðli harðlínumanna að styðja málstaðinn, burt séð frá því hver miklar hörmungar málstaðurinn muni færa þeim.

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.12.2013 kl. 06:36

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það segir alveg sína sögu um hve sjallar og framsóknarmenn eru orðnir æstir í að ganga í ESB - að guðsjallið er farið að koma í skýrslu frá Evrópu. Mogginn túlkar og leggur svo útaf, blessar og hallelújar. Við erum bara að tala um þróun. Óhjákvæmilega þróun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.12.2013 kl. 08:55

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lymskuleg var aðferð Evrópusambandsins, eins og raunar vita mátti fyrir fram: IPA-styrkirnir voru ekki aðeins ætlaðir til að liðka fyrir aðlögun lagaverks og stjórnkerfis Íslands að stórveldabandalaginu, heldur var þetta gert í gegnum íslenzk stjórnvöld (að vísu hækjustjórnvöld 2009-13, en Sigmundar- og Bjarnastjórnin situr í sömu súpu), þannig að þau þyrftu fyrst að ábyrgjast IPA-greiðslur fyrir þau samþykktu verk, sem unnin væru, en síðan fengið íslenzka ríkið þetta endurgreitt frá Evrópusambandinu. Nú er búið að vinna ýmis verkin og ætlazt til, að við borgum, en þá hefur Evrópusambandið þá skrúfu á stjórnvöld hér, að það vill ekki endurgreiða!!! Samt þjónuðu þessir styrkir fyrst og fremst Evrópusambandinu!

Allt er þetta eitt refjalið í Brussel. Þeir geta ekki beitt okkur hervaldi, en þar með er ekki sagt, að þeir beiti okkur ekki valdi og refjum og svikum. Þeir veittust gegn okkur í Icesave-málinu ítrekað; þeir gera það í makrílmálinu og reyna að sveigja Gunnar Braga til, af öllum mönnum, og þeir gera það einnig hér.

Þetta Evrópusamband hefur ekki gefi okkur neitt. Athyglisverð er grein Vigdísar Hauksdóttur í Mbl. 5. nóv. 2010: 'Rúmir átta milljarðar ESB-ríkjanna'. Þar sést hvernig Jóhönnustjórnin vildi leggja átta milljarða kr. álögur á Íslendinga, til hagsbóta fyrir 15 ESB-ríki, til næstu fimm ára, þótt okkur bæri engin skylda til þess að lögum. Þannig vinna ESB-hækjur og Evrópusambandið sjálft gegn hagsmunum Íslands.

Jón Valur Jensson, 18.12.2013 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband