8.12.2013 | 00:36
Skuldaniðurfelling framsjalla. Hver borgar?
Mikið hefur verið fjallað um hörmungartillögur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á leiksýningu í Hörpu nýverið. Litla sem enga athygli eða alvöru umræðu hefur fengið í própagandafjölmiðlum framsjalla, að tillögurnar sem á að framkvæma í eftir 1/2 ár a.m.k. eru ófjármagnaðar. Ríkisstjórnin segir bara að millifærslan eigi ekki að koma við ríkiskassann - sem hún gerir þó augljóslega. Vegna þess að óljósar hugmyndir eru um skatt á þrotabú gömlu bankanna (fyrirætlaður aukaskattur á nýja bankanna er ekki neitt neitt í þessu samhengi) og sá skattur rynni í ríkiskassann og eftir að peningur er kominn í ríkiskassann - þá er það bara einn pottur. Ríkiskassinn er ekkert hólfaður niður. Hann er bara einn pottur og síðan er skattfé útdeilt úr honum í samræmi við pólitískar áherslur ráðamanna. Áherslurnar núna eru að útdeila sem mestu til hinna betur stæðu sem er auðvitað í takt við pólitík framsóknar og sjalla. Nú, segjum sem svo að skatttekjurnar frá þrotabúunum skili sér ekki eða skili sér ekki eins vel og ætlað er - hvað þá? Verður þá hætt við niðurfellinguna?? Ekki sagði Haglabyssu-Frosti í Kastljósi (en það er í eina skipti sem nokkrum fjölmiðli hefur dottið í hug að spurja framsóknarmenn útí umrætt atriði). Nei nei, sagði frosti. Niðurfellingin kemur samt. Ok. Hvað er það þá annað en ríkisábyrgð á 80 milljörðum um mitt næsta ár sem verið er að boða? Eg skil tæplega hvernig hægt er að komast upp með þá umræðu er framsóknarmenn standa fyrir. Ef hugsanlegur skattur á þrotabúin er ekkert aðalmálið við fjármögnun - nú, þá eru menn að boða ríkisábyrgð og alveg stafa hana fram þó þeir svo neiti þvíá hina hliðina. Merkileg umræðuhefð hér uppi oft á tíðum.
Athugasemdir
Aumingja þú
Ég hef fylgst með blogginu þínu í nokkur ár og þú kemur manni fyrir sjónir sem óskaplega leiður maður
Allt sem þér finnst hafa farið illa á Íslandi er að þínu mati Sjálfstæðis og /eða framsóknarflokknum að kenna
Og virðist þar einu gilda hvort heldur er vont veður eða getuleysi þjóðleysisflokkana sem vildu skríða til brussel og fórna þjóðinni og landinu þar
Líttu á daganna framundun og reyndu að gleðjast yfir fæðingarhátíð frelsarans
sæmundur (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 01:10
Eigi fær þetta svar framsjallans háa einkun.
Eru framsjallar að segja að frelsarinn eigi að borga?
Er ekki í lagi!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2013 kl. 01:15
no.2 ef frelsarinn væri hér mindi ómar eflaust láta hann borga að minstakosti var það stefna síðustu stjórnar að gjalda beri keisaranum það sem honum bar og gott betur frelsarinn væri eflaust flúinn í skattaskjól.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 08:41
það segir sj z sögu um þessar hörmungaraðgerðir og sögulega svik framsóknarmanna - að almennir framsóknarmenn skuli halda að frelsarinn ætli að borga! Hahaha. Frelsarinn á að borga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2013 kl. 11:25
4. ómar: hvernig á frelsarin að borga veit ekki til að hann sé á jörðinni en eflaust hefur ómar góð sambönd hið efra. fyrst ómar er með góð sambönd hið efra afhverju að stoppa við frelsaran. faðirinn er miklu ríkari.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.12.2013 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.