6.12.2013 | 12:02
Rökleysa ríkisstjórnar.
Þetta tal er nú bara froða rökleysunnar og veitti ekki af að loftþrýstijafna. Það að ríkiskassinn greiði hluta íbúðarskulda - getur auðvitað oft verið ígildi þess að fólk fái greitt í reiðufé. Þegar þeir sem eru í engum vanda og geta leikandi létt greitt sín hús fá lækkun á mánaðarlegum greiðslum - það er ígildi þess að fá reiðufé. Það verður aukið ráðstöfunnarfé. þetta ætti nú hvert barn að skilja. Þar fyrir utan er augljóst að þessar moðsuðutillögur snillinganna eiga nú eftir að smjúga hingað og þangað niður um hriplekan kosningaloforðavitleysisruglanda framsóknarflokksinns. Það er ekki heil brú í þessum tillögum. Framsjallar vilja td. alveg endilega borga fólki sem á etv. 100 milljónir á bankabók allt að 4 millur úr ríkiskassanum! Þá eru þeir án efa að hugsa um velferð háttsettra bankamanna og elítunnar. Að elítan fái bótabætur frá fátækum og sjúkum í takt við stefnu framsóknarflokksinns. Og ekki má skera niður hjá kirkjunni.
Fá ekki sömu leiðréttingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
1. Andstaða x-D við skuldaleiðréttingar. Bara þeir sem eru vel stæðir njóta. Hinir sem haga úr engu að spila eru í engu skjóli og eru hraktir á vergang.
2. Vítisvélin ("verðtryggingin") er látin ganga á fullu innsogi og étur strax upp þessa 650 kr/mánuði pr, milljón skuldar "leiðréttingu" tekjulágra. Forheimskulegt tilræði við almúgann vegna þess að þetta viðheldur kreppunni!
3. Uppboðum stórfjölgar og þar með öreigum vegna aðgerðaleysis x-D og x-B.
Hrægammarnir flögra óáreittir um valinn og mergjúga.
4. Ástandið í samfélaginu andlegt og félagslegt versnar og óöld vex. Bitnar líka á vel stæðu fólki. Einnig sikihúfunum í fílabeinsturnunum.
Allt þetta er þekkt úr sögunni, en er samt látið versna!
Meira að segja Bandaríkin eru farin að spyrna við fótum!
Þjóðólfur (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.