6.12.2013 | 02:08
Sjallar afar óánægðir með sprelligosaleiksýninguna í Hörpu.
Það er ljóst að meginþorri sjalla er mjög óánægður með þróun mála varðandi skuldaloforðarvitleysisrugl framsóknarmanna sem þeir hafa svikið og ætla nú að redda sér með snúningi á ríkiskassanum upp á gamla góða framsóknarlagið. Blaðamaður á viðskiptablaðinu er mjög harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og kallar þær vondar, óskynsamlegar og óréttlátar. Augljóst er að mikil reiði kraumar undir niðri í sjallaflokki:
,,Tillögur ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingar fela í sér þjóðnýtingu einkaskulda og eru þess vegna ekki réttlátar.
Tillögur um skuldaniðurfærslu sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu, ásamt Sigurði Hannessyni, um síðustu helgi eru tvímælalaust ein af stærstu fréttum ársins. Þessara tillagna hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu og segja kunnugir að bæði fasteignamarkaðurinn og skuldabréfamarkaðurinn hafi borið þess merki. Ýmsir segja að tillögurnar séu hófsamari en þeir áttu von á í upphafi. Það breytir því ekki að þessar tillögur eru hvorki skynsamlegar né réttlátar.
Þær eru ekki skynsamlegar vegna þess að það blasir við að fjármögnun þeirra er háð óvissu. Slitastjórnir Kaupþings og Glitnis telja að skattlagning þrotabúanna stangist á við ákvæði stjórnarskrárinnar. Málshöfðun er því fyrirsjáanleg. Hvernig svo sem þau málaferli fara, er vægast sagt ótraustvekjandi að hugsa til þess að ríkið ætli að útdeila 80 milljörðum króna af fé sem ekki liggur fyrir hvort það geti aflað sér.
...
http://www.vb.is/frettir/99319/
Athugasemdir
er ómar ekki ánægður að sjalar séu óánægðir
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.