Þetta er ekki alveg rétt hjá honum.

Vegna þess að í þessari könnun er prófað í lesskilningi.   Menn geta alveg lesið mjög hratt og með réttum áherslum - án þess að skilja textann!   Sem dæmin sanna td. með kosningapropaganda sjallaflokks - að þá kannski les fólk og les á fullum hraða - en áttar sig enganvegin á að um propaganda er að ræða og í raun snúist sjallaflokkur um að hygla hinum best stæðu á kosnað hinna verr stæðu.  Nú, annað dæmi má nefna framsóknarflokk.    Þar verða um 300 milljarðar fríkeypis og í kjölfar allt fyrir alla og Paradís, að því að 80 milljörðum er ausið úr ríkissjóði undir verkstjórn Brynjars Níelssonar aðallega til hinna best stæðu í þjóðfélaginu.  Þarna reynir á lesskilning.  Ef hann væri til staðar - þá mundi framsjallaflokkur náttúrulega aðeins fá um 20% max samanlagt.

Lesskilningur í þeirri merkingu sem prófað er í  könnuninni, má lýsa í mjög stuttu máli sem færni til að tengja textann saman í eina heild,  mynda samhengi, átta sig á aðalatriðum/aukaatriðum, og getað varpað upp mynd eða myndum af textanum í huga sér og látið hann meika sens og þar kemur til  bakgrunnsþekking eða reynsla, orðaþekking og orða/hugtaka skilningur.   Færni í meðförum texta og geta tengt hann saman, fattað aðalatriðin og nýtt sér hann til progressive hugsunar beisiklí.

Þarna hlýtur að skipta huge miklu máli bara reynsla.  Að lesa bækur.  Lesa hefðbundinn texta.  Lesa greinar.  Lesa fræðandi efni.  Samtal um texta eða umhugsun. etc. etc.  Því æfingin skapar meistarann.

Þetta verður augljóslega ekki allt kennt í skóla.  Það vita allir sem reynt hafa hve mikill tími fer í lestur bóka, greina, fræðandi rita.  Það gerist oftast heimavið eða í frístundum  þó vissulega skólinn styðji við það eða geti vel gert það.  

Þannig að það þarf ákveðið hugarfar hjá einstaklingi til að lesa og fræðast eða beina tíma og orku inná ofannefnda braut.   Spurningin gæti alveg verið hvað stjórnar hugarfarinu eða afstöðunni.   


mbl.is „Þetta eru hræðilegar niðurstöður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það er búið að sanna margoft að athafna frelsi og lítil ríkis afskipti séu besta leiðin út úr fátækt. Heil lönd hafa risið uppúr fátækt á þann veg á meðan þau sem hafa ætlað að hjálpa þeim fátæku með ríkisbákni hafa flest fallið í ræsið. Hvernig getur þú hunsað raunveruleikann svona mikið og kennt öðrum um áróður, já það heitir áróður, þegar þú stundar hann svona grimmt sjálfur?

Karl (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband