Ójafnaðarartillögur Ójafnaðarstjórnarinnar munu líklega lækka lánshæfismat ríkissjóðs.

Það er erfitt að koma auga á ástæður fyrir því að tillögur Ójafnaðarstjórnarinnar sem kynntar voru á leiksýningu í Hörpu verði ekki til lækkunar á lánshæfi ríkissjóðs.  Ríkið er að taka þarna 80 milljarða á sig á næstu misserum auk þess sem tekjur ríkiskassanns eru rýrðar með skattaafslætti.  Jafnframt er erfitt að koma auga á ástæður fyrir því að ef tillögurnar ná fram að ganga eins og þær voru kynntar um 80 milljarða skuldaniðurfellingu - að það leiði ekki, fyrr frekar en síðar, til verðbólgu með tilheyrandi.  Auk þess setur maður spurningamerki við stýrivexti.  SÍ þarf sennilega að hækka stýrivexti bara útaf niðurfellingunni einni saman.  Annað væri óábyrg stjórnun peningamála.  Ef allt framantalið kemur til - þá geta samlegðaráhrifin orðið ófyrirsjánleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvern andskotann dettur Silvurdrengjonum næst í hug??

Vilhjálmur Stefánsson, 1.12.2013 kl. 23:38

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maður spyr sig. Hvað dettur þeim í hug næst? Eg held að næst verði farið í að fikta í skattakerfinu og vaxtabóta pg barnabótakerfinu. Eg yrði ekkert hissa þá eitthvað slíkt kæmi næst.

En varðandi þessar tillögur um 80 milljarða niðrfellingu á miðju næsta ári, að eg er ekki alveg sjá að þetta gangi svona eftir. Með þesum tillögum eru þeir náttúrulega búnir að kaupa sér tíma. þegar búið er að ýta þessu svona langt - þá eru miklar líkur til að ýtt verði lengra. Svo getur ýmislegt komið uppá sem verður til afsökunnar o.s.frv.

Það er rosaleg spunalykt af þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.12.2013 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband