Þingmaður Sjallaflokks varar stórlega við kosningasvikum Framsóknarmanna. Leysir engan vanda og sennilega verði flestir í verri stöðu en áður.

,,Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrirhugaðar skuldaaðgerðir engan vanda leysa og að menn verði jafnvel verr settir á eftir.

Vilhjálmur segist setja ýmis spurningamerki við tillögur að aðgerðum til skuldalækkunar heimilanna. Hann fagnar því að iðgjöld af séreignarsparnaði verði látin renna til íbúðakaupa, það leiði til sparnaðar og til þess að fólk geti lagt fram eitthvað eigið fé í fasteignakaupum.

,,Hinn hlutinn, hann kann nú að leiða til þess að hér verður ný kollsteypa, nýtt verðbólguskot, nýtt gengissig þannig að allir verða í verri stöðu eftir en áður. Ég set sérstaklega spurningamerki við þær afleiðingar sem mér voru kynntar síðast í gær þar sem þetta átti að vera nokkurn veginn á núlli, en það bara gengur engan veginn upp. Maður veit nokkurn veginn hvað gerist þegar hreyfingar verða á krónueign þrotabúanna. Krónueign þrotabúanna, hún er fyrir þrotabúin einskis virði vegna þess að það er ekki hægt að breyta þeim í erlenda mynt og hún er jafnhættuleg þegar hún kemur inn í raunsamfélagið og leiðir það bara til verðbólgu."

Vilhjálmur segir að verst setti hópurinn, þeir sem eru með lágar tekjur og há lán, verði áfram í vanda og jafnvel verr settur. Þá tekur hann undir að fjármögnun aðgerðanna sé óviss og hann segir skattlagningu á þrotabú bankanna vera alveg á jaðrinum. Hvað varðar skattlagningu á starfandi banka, sé um að ræða skattlagningu á skuldir sem séu innlán og bætist þar við skattlagningu á fjáreignatekjur og auðlegðarskatt og þar með orðin stór spurning hvar mörkin á milli skattlagningar og eignarnáms liggi. Vilhjálmur segir framleiðslugetu samfélagsins ekkert breytast við þetta og hann hafi miklar áhyggjur af verðbólgu sem af hljótist, sem geti orðið býsna mikil."

 

http://www.ruv.is/frett/vilhjalmur-efast-um-skuldaadgerdir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrst þú gagnrýnir þessar aðgerðir Ómar, þá geng ég út frá Ví að þú hafir hugmyndir um betri lausn. Ekki ertu bara að fjasa og þúsa merkingarlaust út í loftið. Það væri jú ábyrgðarlaust og ólíkt þér. Þú ert nú enginn fábjáni er það?

Hvernig hefðir þú viljað gera þetta? Hefðir þú kannski viljað sleppa því alveg að taka á þessu?

Út með sprokið.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2013 kl. 13:46

2 identicon

Sem álitsgjafi, er Vilhjálmur auðvitað óskeikulli en almættið. Væntanlega líka réttsýnni og sannspárri en við hin, vesalings fáfróð alþýðan.

En voru þessi auðvirðilegu viðbrögð ekki bara meira en fyrirsjáanleg án þess að "fjárfestir" sýndi okkur sveitta holhöndina? Við fáfróð erum flest búin að átta okkur á yfirburðum hans í þvermóðsku

bjartsýn (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 15:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allt sem Vilhjálmur gerir pg segir miðast við hagsmuni hans sem fjármálabraskara. Þar með talin þingseta. Ómar lætur það ekki Vælast fyrir sér. Safarík neikvæðini og bölmóður er eitthvað sem hann getur ekki látið fram hjá sér fara. Sama hvaðan slíkt kemur.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2013 kl. 15:52

4 Smámynd: Benedikt Helgason

Vilhjálmur þarf að gera betur held ég. Orð hans hafa a.m.k. ekki þá vigt í mínum huga að það dugi honum að segja bara að "maður veit ca. hvað gerist ...". 

En ég skal reyna að rekja þetta og mönnum er frjálst að gera athugasemdir ef að þeir vita betur. 

Þeir peningar sem þrotabúin hafa til ráðstöfunnar til þess að greiða skattinn sem SDG ætlar að leggja á þau eru þær innistæður sem þrotabúin eiga í íslenskum fjármálastofnunum. Að nota innistæðu í bankakerfinu til þess að greiða niður lán í bankakerfinu minnkar peningamagn í umferð sem minnkar verðbólguþrýsting. Ég giska á að ca. 25% af skattinum fari í að færa niður lán hjá bönkunum.

Að nota innistæður þrotabúanna til þess að greiða niður lán hjá t.d. Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum (á að giska 75% af skattinum) er hlutlaus aðgerð hvað varðar peningamagn í umferð eftir því sem ég fæ best séð (innistæða skiptir um eiganda en staða á höfuðbókum bankanna er óbreytt).

Á móti kemur að ráðstöfunnartekjur heimilanna aukast um ca. 400 milljónir á mánuði ef að ég hef reiknað rétt sem gæti aukið eftirspurn eftir t.d. innfluttum vörum sem eykur eitthvað þrýsting á krónuna. En þegar skuldirnar hækkuðu þá drógust ráðstöfunnar tekjur þessara sömu heimila um a.m.k tvöfalda þessa upphæð bara vegna aukinar greiðslubyrði lána. Við þurfum að minnsta kosti ekki að rífast um það að einkaneysla á Íslandi er í lágmarki sem kemur fram í 100 milljarða árlegum afgangi af vöruskiptum við útlönd.

Í heildina séð þá kæmi það mér á óvart ef að þessi leið sem kynnt var í gær hefði einhver veruleg áhrif á verðbólgu.

Benedikt Helgason, 1.12.2013 kl. 16:29

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Almennt séð, þá er mjög sérstakt hvernig framsóknarmenn vilja stjórna. Það er eins og engin þeirra gjörð þoli málefnalega gagnrýni.

Það er afskaplega sérkennilegt þegar formaður flokks sem er jafnframt forsætisráðherra, sigar almennum flokksmönnum útá völlinn og hvetur þá til að ráðast sem bolabítar á hvern þann sem er með málefnalega gagnrýni.

En með þessi ósköp sem framsóknarmenn kalla á þessu stigi tillögur - þá er það augljósast að þetta er ekkert líkt kosningaloforðinu um feitan tjékka strax.

Það sem helst hefur verið fært fram sem réttlætingu á þessu er, að svo mikil umræða hafi veið um ,,heimilin í landinu" undanfarin ár og þá aðallega vgna skipulegs propagnda framsóknarmanna sem hafa án efa plottað slíkt á skuggalegum leynifundum með LÍÚ, - að fólk sé orðið leitt á umræðunni. Og það sé ,,vel sloppið" að almenningur þurfi að borga um 100 milljarða til að losna við umræðuna! Algjörlega ótæk rök.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2013 kl. 18:05

6 Smámynd: Benedikt Helgason

Vandamál ríkisins og þar með skattreiðenda, ef ekkert frekar yrði aðhafst í skuldamálum heimilanna, er að verulegur hluti af veðum ÍBLS eru á yfirveðsettum eignum og hvaða bankamaður sem er í heiminum getur sagt ykkur að þau lán fást aldrei greidd upp í topp.  Það tjón lendir að öllu óbreyttu á ríkissjóði nema að menn treysti sér til þess að setja sjóðinn í þrot og láta reyna á ríkisábyrgðina.  Þetta er það vandamál sem þið andstæðingar skuldaleiðréttinga fást aldrei til þess að tala um, þ.e. að það kostar ríkið tugi milljarða að gera ekkert.

Með skuldaniðurfærsluleiðinni sem kynnt var í gær þá sé ég ekki betur en að skatturinn á fjármálafyrirtækinn fari að ca. 3/4 í að greiða niður lán hjá lántakendum ÍBLS sem mun að einhverju leyti hjálpa til við að vinda ofan af yfirveðsetningarvandamáli sjóðsins. Það ætti að létta álagið á ríkissjóð á næstu árum. Séreignarsparnaðarhlutinn af þessum pakka gæti svo hjálpað enn frekar við að bæta gæði lánasafns ÍBLS.

Benedikt Helgason, 1.12.2013 kl. 18:14

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, varðandi veðstetningu sérstaklega, að fyldi slík greining frá biskupssyninum í gær? Þarna glærufræðingnum? Post útrásarkynslóðinni sem talar og malar og ætlar að eysa lífsgátuna með exelskjölum og PR herferðum.

Aæmennt um þessar íbúðaránaskuldir, að það er marg oft búið að fara yfir það. Ótal greiningar og skýrslur. Þessi vandi er ekkert eins og látið hefur verið í própagandanu undanfarin misseri.

En þessar tillögur framsóknarmanna og sjalla leysa nánast einskis manns vanda augljóslega. Það sér hvert barn bara undireins. Þetta gagnast fyrst og síðast el stæðum aðilum sem eru ekkert í vanda með sín lán. Enda viðurkennir jafnvel forsætisráðherragarmurinn ykkar það! Halló. JHann sagði eitthvað á þá leið að þetta hefði ekkert átt að leysa neinn vanda heldur vera eimhverja ,,almenna leiðréttingu" á ,,forsendubresti" vegna ,,verðbólgu".

Þetta er náttúrulega bara einn brandari framkoma framóknarmanna gagnvart sinni eigin þjóð - það er að segja ef þetta væri ekki svona hörmulega óskaparlegt ífléttað lygum og svikum og botnlausri spillingu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2013 kl. 19:45

8 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Eru þessi viðbrögð ekki alveg eins og búast mátti við, V.B. fékk sig kosinn á þing til að gæta hagsmuna V.B. frekar en kjósenda.

Kjartan Sigurgeirsson, 2.12.2013 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband