Meginþorri þjóðarinnar er í áfalli eftir grímulausa árás framsjalla gegn landi og lýð.

Hrottaskapur frasóknarskunka og sjallaræfla gagnvart sinni eigin þjóð er svo ofslegur og hörmungarlegur að öllu leiti að enn vantar eiginlega orð í íslenskt mál til að lýsa umræddu.  Það þarf náttúrulega samt ekki að spurja um al-tómasta hluta innbyggja sem heldur að framsjallarnir sínir snúist um að halda með Man.U eða Chelsea.  Þeir skilja ekki alvarleika þessa máls og engin von er til þess að vitglóra komist í þeirra haus sem kunnugt er.  En hitt er jafnljóst að framsóknarmenn og sjallabjálfar eiga að læra að skammast sín!  Koma síðan og biðja þjóðina afsökunnar.  Og hundskast síðan frá kjötkötlunum ,,strax". 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo sérstakur/ruglaður. Um hvað ertu að tala!!! Er erfitt að fóta sig í nýju umhverfi?

Það er alltaf gott að linka á frétt ef þú ert með eitthvað sérstakt í huga....... ekki að ég hafi nokkru sinni verið sammála þér.

Dagga (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 20:32

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fari sjallar fjandans til

framsókn haldi sömu leið.

Landið loks þá finnur il

lengi eftir þessu beið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2013 kl. 21:59

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Manni grunar að þetta sé aðeins upphafið. Þeir virðast algjörlega forhertir gagnvart almenningi. Það var athyglisverð kenning sem ég sá um daginn hjá pistlahöfundi á eyjunni, að SDG sé illa haldinn af paranoju. Hann leit á ósköp hósama og eðlilega gagnrýni sem "loftárásir". ATH: þetta er maður sem hiklaust brigslaði andstæðingum sínum um landráð á síðasta kjörtímabili, en enginn hefur gengið neitt viðlíka langt í gagnrýni á SDG og Co. Nú brigslar hann andstæðingum sínum um að ætla að ljúga á næstu vikum. Þetta er alveg fáheyrt að sjálfur forsætisráðherrann tali með þessum hætti.

Sveinn R. Pálsson, 28.11.2013 kl. 22:00

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Þett leggst illa í menn. Fólk veit ekkert hvað ósköpum það á von á er það vaknar að morgni.

Það er eitthvað mjög skrítið í gangi.

Svo með þetta Loforð framsóknarmanna, að í dag fullyrða helstu propagandarit sjalla, moggi og vb. hvers er að vænta - og það er ekki einu sinni búið að segja þingmönnum frá meintum tillögum!

Ekki segja mér að það sé tilviljun að propagandaritin tilkynni fyrirfram um efni meintra tillagna.

Framganga almennra þingmanna framsóknarflokksinns er svo alveg skammarleg ef haft er í huga hverju þeir lofuðu fyrir kosningar. Allt átti að gera fyrir alla. En núna sést varla almennur þingmaður framsóknar nema hann sé jafnframt með svipu á lofti. Þetta er hneykslanleg framkoma framsóknarmanna.

Maður spyr sig auðvitað að því hvort þjóðin ætli virkiega að láta bjóða sér slíka framkomu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2013 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband