Icesaveskuldin borguð með stóru og feitu álagi vegna fíflagangs kjánaþjóðrembinga.

,,Icesave í bakið.

Á fimm ára afmæli hrunsins fékk íslenska þjóðin miður skemmtilega gjöf frá Icesave kröfuhöfum. Vaxtagreiðslur vegna Icesave hækkuðu um 3.4 ma kr. í erlendum gjaldeyri. Þetta er upphæð sem munar um og íslenska ríkið verður af, en skattgreiðendur í Hollandi og Bretlandi munu njóta góðs af á meðan íslensk stjórnvöld gefa fátt annað en boðið upp á niðurskurð.

Miðað við allt það fjaðrafok sem varð í Icesave umræðunni er svolítið furðulegt hversu litla athygli þessi afmælispakki hefur fengið. Icesave er alls ekki búið. Kostnaðurinn fer hækkandi og nú er talað um að lengja í Icesave um allt að 15-20 ár með tilheyrandi aukakostnaði? Þjóðin er ekki spurð um þetta að þessu sinni. Með snjallri markaðssetningu er búið að pakka Icesave í nýjar umbúðir og parkera hjá ríkisstofnun. Innihaldið er jafn eitrað sem áður en umbúðirnar villa sýn.

Icesave pakkinn situr nú á efnahagsreikningi ríkisbankans og tikkar þar eins og sprengja. Þessa sprengju þarf að aftengja sem fyrst, en ekki grafa ofaní jörð og vona að hún eyðist á 15 árum.

Icesave skuld ríkisbankans er í formi risaskulabréfa í erlendri mynt sem kröfuhafar gamla bankans eiga og er tæplega 300 ma kr. Á fimm ára afmæli hrunsins hækkaði vaxtaálagið á þessum bréfum um 1.15% (115 punkta) sem gera um 3.4 ma kr árlega. Í stað þess að greiða ríkinu, sem er 98% eigandi bankans, sinn hluta af þessari upphæð í formi arðgreiðslu og skatta fer hún úr landi og endar að mestu leyti hjá skattgreiðendum Hollands og Bretlands, þvert á vilja íslensku þjóðarinnar í tveimur nýlegum þjóðaratkvæðisgreiðslum! Hvað klikkaði hér?"

... 

http://blog.pressan.is/andrigeir/2013/11/28/icesave-i-bakid/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband