Kamban: Bann Göbbels við gagnrýni er þrekvirki.

Talsvert hefur undanfarið verið fjallað um Guðmund Kamban, íslenskan rithöfund sem hélt til Danmerkur snemma í byrjun 20.aldar eins og fleiri og haslaði sér þar völl á tímabili.  Umræðan fer oft að snúast um sviplegan dauða hans þar sem hann var skotinn af dönskum frelsisliða í lok seinna stríðs.

Oft er umsögn þannig eins og umræddur maður hafi engin tengsl haft við nasistana og ekki verið hallur undir þá o.s.frv. og afskipti dönsku frelsisliðanna hafi verið af engu tilefni.

Það er hinsvegar ekki rétt.  Augljóst er af fyrirliggjandi gögnum að tengsl hans við nasista í þýskalandi og seinna Danmörku voru talsverð.

Í stuttu máli var það þannig að halla fór undan fæti fyrir Kamban í Danmörku á 4.áratugnum og fór hann þá til Þýskalands í ríki nasista og virðist þar hafa haft það ágætt.  Þegar Göbbels setti lögin um bann við gagnrýni fagnaði Kamban því sérstaklega og sagði samkvæmt endursögn Mogga:  

,,Bannið við gagnrýni sem dr. Göbbels (þýski útbreiðslumálaráðherrann) hefir sett, er þrekvirki, sem allur heimurinn á að líkindum eftir að eftirlíkja". Þannig ljet Guðmundur Kamban um mælt við „Berlingske Tidende" í gær. Kamban er í heimsókn í Khöfn, en hefir undanfarið dvalið í Þýskalandi. ,,Bannið við gagnrýni er einasta leiðin til þess að draga fram á sjónarsviðið skapandi listamenn, og koma á þeim friði, sem til þarf, til þess að koma í veg fyrir að listin deyi",  heldur Kamban áfram. Hann segir ennfremuir: ,,Þýskir listamenn eru innilega þakklátir fyrir þetta bann".

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=104060&pageId=1232399&lang=is&q=Kamban%20G%F6bbels

Bannið sem Göbbels kom á var sirka svona: ,,Þar sem árið 1936 hefur liðið án nokkurra fullnægjandi framfara í listgagnrýni, þá banna ég hér með iðkun listgagnrýni eins og hún hefur verið stunduð hingað til. Héðan í frá munu fréttir af listum koma í stað listgagnrýni. Á tímabili gyðinglegra yfirráða í listum eyðilögðu gagnrýnendur hugmyndina um „gagnrýni“ og tóku á sig hlutverk dómara lista. Listgagnrýnandinn mun nú víkja fyrir menningarritstjóranum... Í framtíðinni verður aðeins þeim menningarritstjórum leyft að fjalla um listir sem nálgast verkefni sitt með hreint hjarta og fullvissu [um réttmæti] þjóðernissósíalismans."

http://www.musik.is/Pistlar/sen_that_sem_ekki_drepur_okkur.html

Og halda menn virkilega að þeir sem studdu svona tal eins og sjá má hjá Göbbels - hafi ekki verið hallir undir sjónarmið nasista með einum eða öðrum hætti?  Sésrstaklega ef haft er í huga hve afgerandi stuðningur Kamban var í orðum.

Nú, Kamban fer síðan aftur til Danmerkur og þá er altalað að hann sé orðinn nasisti eða hallur undir þeirra sjónarmið.  Nasistar hernema svo Danmörku og eftir það er Kamban augljóslega í náðinni hjá hernámsyfirvöldum og fer reglulega í Dagmarshúsið til að ná í greiðslur.  En það var fylgst vel með því hverjir fóru í Dagmarshúið og almennt álitið að það væru þeir er hallir væru undir hernámsyfirvöld.  Hernámsyfirvöld reyndu síðan að þvinga dani til að ráða Kamban í danska útvarpið.  

Af ofansögðu er þegar ljóst að tengsl Kamban við nasismann voru umtalsverð og bara afneitun hér uppi að neita að sjá hið augljósa.  

Þegar af ofannefndum sökum hefði Kamban átt að vera að fullu ljóst að eftir að allt hryndi þá mundi hann lenda í yfirheyrslum og yrði að skýra mál sitt.  Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að frelsisliðar hefðu mann eins og Kamban á sínum lista.

Hvað nákvæmlega síðan gerðist í endalokunum er ekki að fullu ljóst en svo virðist sem Kamban hafi neitað að hlýða frelsisliðum og ætlað bara að láta eins og ekkert væri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband