Fullyrðingin um að kröfuhafar bankanna hafi keypt kröfurnar á hrakvirði er lygi.

Einungis sjö prósent kröfuhafa í þrotabú Glitnis keyptu kröfur þegar verðið var í lágmarki, og greiddu fyrir þær að meðaltali 14 prósent af upprunalegri upphæð. Núverandi kröfuhafar hafa, að jafnaði, eignast kröfurnar með rúmlega helmings afslætti.

Slitastjórn Glitnis fékk ráðgjafarfyrirtækið Moelis & Company til að greina viðskipti með kröfur í þrotabú Glitnis frá hruni. Meirihluti kröfuhafa keypti kröfur á síðustu fjórum árum. Í þeim hópi eru margir vogunarsjóðir. Meðalkaupverð þeirra er 28 prósent af upphaflegu verði. 29 prósent kröfuhafa hafa átt kröfur sínar frá því fyrir hrun og greiddu því nánast fullt verð, eða 97 prósent fyrir þær.Einungis sjö prósent kröfuhafa keyptu kröfurnar á fyrstu mánuðum eftir hrun, þegar verðið hrundi. Moelis & Company meta að meðalverð þessara krafna sé 14 prósent af upphaflegu verði.

 Kristján Óskarsson er framkvæmdastjóri Glitnis. „Þetta er allt saman miklu hærra heldur en hefur verið í umræðunni á Íslandi. Það má segja að meðaltalsverð allra kröfuhafa í búinu sé 47%.“

Því hefur verið haldið fram í umræðu hér á landi að erlendir vogunarsjóðir hafi keypt skuldabréf gömlu bankanna á miklum afslætti, eða á um 6 prósent af upprunalegri upphæð. Kristján segir þennan ríkjandi misskilning hugsanlega stafa af því að einhverjir þeirra hafi fengið kröfur á hagstæðu verði strax eftir hrun."

http://www.ruv.is/frett/krofuhafar-greiddu-haerra-verd

Ekki vildi eg vera í þeim hópi sem hefur núna árum saman verið að ljúga þessu að íslensku þjóðinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má ég spurja... af hverjum keyptu þessir aðilar? Á hvaða verði keypti sá sem seldi? Hver voru tengsl þess seljanda og þess sem af honum keypti???

Er ástæða til að gleypa við svona málflutningi?

kela (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 01:13

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem sem skiptir máli er að þið framsóknarmenn skammist ykkar fyrir lygina, biðjist afsökunnar og hundskist síðan frá kjötkötlunum og látið ekki sjá ykkur framar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.11.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband