13.11.2013 | 12:18
Forsætisráðherra framsóknarmann verður sér til athlægis.
Það er eigi ofmælt að öll þjóðin hafi hlegið í dag að forsætisráðherra framsóknarmanna. Þannig er mál með vexti að Drottning Danaveldis er hér í heimssókn að skoða handrit. Einhverjum datt í hug að það væri viðeigandi að Drottninginn sæi forsætisráðherra framsóknarmanna. Nú nú. Gott og vel. En þegar að því kemur, að þá gerist það forsætisráðherra fer allur einhvernvegin í keng eins og illa troðinn heypoki með hausinn nánast niður í gólfi, kengboginn í hnjánum gagnvart erlendu valdi. Forsetagarmur sem var þarna staddur líka horfir á undirfurðulegur á svip. Drottningin náttúrulega skellihlær að þessari uppákomu ásamt þjóðinni allri.
Athugasemdir
Guttinn hneigði sig svo djúpt að með sanni má segja að hann hafi sýnt drottningartuskunni á sér afturendann.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2013 kl. 12:33
.
Af öfund sprettur og illkvittne
allt þetta rugl sem hjer jeg sje.
Brjáluðust kratabullurnar,
er blómlegur Sigmundur Davíð þar
naut sín í drottningar náðinne.
.
PS. Svo er sjálfur Ómar Bjarki Kristjánsson nýbúinn að lýsa sínum algera undirlægjuhætti gagnvart Dönum, í þessu innleggi á annarri vefsíðu 3. þessa mánaðar, þar sem hann vill láta "senda sendinefnd til þeirra dana og spurja þá hvort þeir fengjust til að taka við Íslandi aftur. Það væri lang eðlilegast og rökréttast. Allur almenningur hér uðði mundi án efa styðja það enda hefði hann það miklu mun betra ef landið væri í sambandi við Danmörku." (Stafréttri tilvitnun í Ómar Bjarka Kristjánsson lýkur!)
Jón Valur Jensson, 13.11.2013 kl. 14:01
Upp koma svik um síðir, sjáið hver mælir fyrir undirlægjuhætti við erlent vald!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.11.2013 kl. 17:34
Vinur minn, sem þekkir vel til í Danmörku, ritaði mér í dag:
"Sigmundur hneigði sig reyndar nákvæmlega á þann hátt, sem ég hef ótal oft séð á myndum úr veizlum drottningar. Og mér þótti ánægjulegt, að einhver hérlendis skyldi kunna að vera svo háttvís
"
Þegar íslenzkir diplómatar og stjórnmálamenn umgangast Japana og Kínverja og ráðamenn víðs vegar í útöndum, þá þurfa þeir að kunna skil á að minnsta kosti lágmarks-kurteisisvenjum hvers lands fyrir sig. Það sama á við um Danmörku, ekki sízt gagnvart þjóðhöfðingjanum sjálfum.
Jón Valur Jensson, 13.11.2013 kl. 23:34
Hér er ég ósammála þér, Jón Valur. Á Íslandi skulu menn þá temja sér íslenska siði, hvar við beygjum okkur ekki eða bugtum fyrir nokkrum manni. Háttvísi, tamin, í samskiptum við t.d. nefndar austrænar þjóðir fela í sér kurteisi en ekki endilega hneigingu fyrir valdi eða titlum. Mér brá við það að sjá Sigmund bugta sig með þessum hætti - sómi hefði verið að því að heilsa henni að góðum íslenskum sið, með hóflegu og yfirveguðu handarbandi og e.t.v. léttri kollhneigingu. Reyndar þótti mér fréttnæmast við heimsókn Margrétar að ekki hafði hún í farteskinu íslenskar gersemar að skila þjóðinni og var því í raun boðflenna.
Ólafur Als, 14.11.2013 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.