12.11.2013 | 17:40
Hvað er ríkisstjórnin búin að gera fyrir ,,heimilin í landinu hérna!"
Það er liðið 1/2 ár frá því að þetta óskaparlið komst að kjötkötlunum undir því yfirskini að það ætlaði að gera svo mikið fyrir ,,heimilin í landinu". Nú, aðgerðirnar sem elítustjórnin hefur ráðist í fyrir ,,heimilin í landinu" eru - hverjar?
Eg hef ekki séð eina aðgerð fyrir ,,heimilin í landinu". Hinsvegar hefur þessi ójafnaðarstjórn mokað milljörðum til auðugasta hluta landsmanna á kostnað sjúklinga og hinna alverst stöddu í samfélaginu.
Ef þetta lið kynni nú yfir höfuð að skammast sín - það væri nú hátíð. En þetta kann ekki að skammast sín eins og vel er þekkt. Þetta er alveg siðlaust og illa innrætt skítahyski sem virðist bókstaflega njóta þess að níðast á hinum verst settu í samfélaginu.
Athugasemdir
Það er ekki rétt að ekkert hafi verið gert fyrir heimilin í landinu. Tekjuhæstu heimili landsins sjá fram á betri tíð, eftir aðgerðir Bjarna og Sigmundar. Þessi heimil upplifðu TEKJUHRUN og verulega skert lífskjör eftir "hið svokallaða hrun", að sögn Bjarna Ben.
http://www.youtube.com/watch?v=gcb_gWekEQA
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.11.2013 kl. 18:09
Takk Axel Jóhann fyrir að vekja athygli mína á skoðunum Bjarna Ben um jöfnuð í samfélaginu, um skert lífskjör elítunnar og hvernig þeir tekjuhæstu bæti kjör allra hinna.
Með tilliti til samfélagsins á klakanum, þar sem þeir tekjuhæstu eru annað hvort þjófar, okrara eða pilsfalds-kapítalismar, sýnir þetta mæta vel hversu kolruglaður þessi kolo-drengur er.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.