Feiti tjékkinn frá framsóknarmönnum verður settur í póst á morgun. Þeir sem eru með netbanka fá sjálfsagt millifært bara beint inná netreikning.

,,Á morgun mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra veita munnlega skýrslu á Alþingi um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Bíða margir spenntir eftir þessari skýrslu forsætisráðherrans enda fjallar hún um eitt stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins og verður forvitnilegt að heyra hvernig því máli vegnar.

Í september síðastliðinn sagði Sigmundur Davíð í Kastljósinu að í nóvember, sem er genginn í garð, geti fólk séð hversu mikið verðtryggð lán þeirra verða felld niður. Sagði hann í Kastljósinu vinnu sérfræðihóps um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána miða vel og að hópurinn muni skila niðurstöðum í nóvember.

Sagði hann jafnframt í þessu sama viðtali að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins geti fólk séð hvað hópurinn vinni að því að útfæra. Sagði Sigmundur að fólk gæti áætlað stöðu sína nú þegar og eftir leiðréttingu með því að lesa stjórnarsáttmálann og þegar sérfræðihópurinn hafi skilað af sér sínum niðurstöðum ætti fólk að hafa góða hugmynd um eigin stöðu.

http://www.dv.is/frettir/2013/11/6/mikil-eftirvaenting-eftir-skyrslu-sigmundar-um-skuldavanda-heimilanna/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þettað er miskilníngur hjá þér það mun ekki koma fyr enn eftir háfan mánuð Þettað er stöðutaka hjá sigmundi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband