Það er ekkert erfitt að trúa því vegna þess að ráða-, verk- og vitleysi núverandi ríkisstjórnar er algjört. Helstu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar bulla bara eitthvað þegar þeir tjá sig á milli fría á fyrsta farrými í Karabíska hafinu. Ríkisstjórn, að vísu, hefur gert eitt. Aflétti sanngjörnum álögum á múltímilljarðera og færði auknar byrðar á herðar sjúklinga og hinna verr stæðu. Það er alveg í eðli þessara flokka. Hygla hinum betur stæðu og refsa hinum verr stæðu. Síðan var það bara Karabíska hafið. Núverandi ríkisstjórn siglir skútunni í átt til hafnar AGS, að því er virðist.
Athugasemdir
Ertu að halda því fram að stefna ríkisstjórnarinnar sé ákveðin á kröfuhafafundum Glitnis? Athyglisverð kenning...
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2013 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.