31.10.2013 | 00:04
Frámununalega furðulegt viðtal við forsætisráðherra á Reuter.
Þar segir hann að svokallaðir samningar við kröfuhafa taki mörg ár. Sá sem skrifar greinina skýtur þá inní, að forsætisráðherra hafi sagt í júní að þetta gerist barasta á þessu ári.
,,It certainly hasn't gone as fast as we hoped ... but we expected that it could take years even," said Gunnlaugsson, who in June predicted that a deal could come as early as this year."
http://www.reuters.com/article/2013/10/30/us-iceland-creditors-idUSBRE99T0ZQ20131030
Í framhaldi er viðtalið allt svo frámunalega vitleysislegt - að mann setur bara hljóðan, altso.
Athugasemdir
þú segir "að mann setur bara hljóðan" - er það ekki frekar að maður fá 'hroll' yfir því að hafa svona forsætisráðherra (sem bara bullar og bullar og bullar ....) sem veit ekkert hvað á að gera
Rafn Guðmundsson, 31.10.2013 kl. 00:24
Jú, eiginlega. Það sko, veit það ekki, það vntar eiginlega orð í máið til að lýsa þessu.
Maður spyr sig líka hvað kjósendum framsóknarflokksinns finnist um þetta og í framhaldi hvernig öllum fjölmiðlamönnunum líði sem hafa gapað uppí framsóknarmenn, alveg gagnrýnislaust, þegar þeir voru að lýsa mörg hundruð milljörðnum sem þeir ætluðu að töfra fram si sona strax.
Þetta er bara vont.
Þetta illt fyrir þjóðina og afar slæmt til lengri tíma litið. Og eg skil bara ekki afhverju almennir framsóknarmenn fengust í þetta ferðalag með forkólfum framsóknar núverandi og spunarokkum þeirra. Skil það bara ekki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.10.2013 kl. 00:33
Þetta er með ólíkindum. Allt of margir létu kögunar-kjánann spila með sig.
En það má Ómar Bjarki eiga, hann varaði við þessu. Aftur og aftur benti hann á, að hér væri pólitískur loddaraskapur af áður óþekktri stærðargráðu í gangi og fékk heldur betur bágt fyrir.
Gott ef honum var ekki sagt að hypja sig til Norður-Kóreu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 08:26
Ég á það til að álíta þig Omar Bjarki "frámunalega vitlausan" og sömuleiðis kaus ég Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum.
Ég verð þó að viðurkenna að þú hefur nokkuð til þíns máls varðandi loddarahátt Sigmundar Davíðs.
Framsóknarmenn með Sigmund í fararbroddi héltu því fram að stökkbreytingin hefði verið óforsvaranleg og siðferðislega röng, gott ef ekki ólögleg líka. Fljótlegasta leiðin til að lagfæra vandann sagði Sigmundur að væri sú að ná í fé í hendur kröfuhafanna.
Ég reyndi að koma því inn í umræðuna í aðdraganda kosninga að þótt sjúkdómsgreiningin væri rétt þá væri lækningin vitlaus. Þeir sem græddu á stökkbreytingunni ættu sömuleiðis að vera þeir sem blæddu við leiðréttinguna.
Í tilfelli ríkisins þá skifti það svosem ekki öllu máli hvar það næði sér í pening til að greiða til baka, það mætti vera hjá kröfuhöfum eins og hvar annarsstaðar, að vísu væru það mikið innistæðulitlar pappírs- og rafkrónur sem þangað væri að sækja, en slíkar mættu ekki fara út í hagkerfið því það illi verðbólgu.
Sigmundur beitti hins vegar þeim loddaraskap að tengja lækninguna eingöngu við hvað næðist út úr kröfuhöfum. Síðan þegar ekkert næst úr kröfuhöfum þá réttlætir hann seinaganginn með því. (Alltaf allt öðrum að kenna)
Loddaraskapurinn sést best á því að ekkert er gert í að stöðva þá þjóðarskömm sem nú er í gangi, þ.e. að stöðva uppboð á heimilum folks með stökkbreyttar skuldir. Þeir gætu stöðvað uppboðin með einu pennastriki ef þeir virkilega tryðu því að leiðréttingin væri handan við hornið.
Sigmundur og félagar hafa semsagt ekki trú á eigin lygum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.