30.10.2013 | 18:27
Verklausa og duglausa ríkisstjórnin missir það endanlega.
Að tala svona út og suður, norður og niður, er svo skaðlegt fyrir landið og lýðinn að óskaplegt er uppá að horfa. Þessi Ójafnaðarstjórn elítunnar er gjörsamlega vanhæf ríkisstjórn. Einhver vanhæfasta ríkisstjórn sem sögur fara af. Skynsamlegast væri að flokkarnir sem standa að Ójafanaðarstjórninni myndu kunna að skammast sín og segja af sér áður en verulega illa fer. En þeir kunna náttúrulega ekki að skammast sín. Þvi fer sem fer. Regluleg rústalagning á landi og lýð.
Dregur ríkisábyrgð á ÍLS í efa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þá eruð þið jón gunnarssonn samála hann hvað þá seinustu stjórn vanhæfa. svo þið getið stofnað vanhæfa flokkinn.og rifist um hvor stjórninn sé vanhæfari
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 19:22
Ómar það ættu allir að fagna því ef ríkissjóður er aðeins í ábyrgð fyrir 40 miljörðum en það er vitað að erlendir sjóðir lánuðu sjóðnum í góærinu mikla.
Td. Deutche Bank einn bankanna sem lánaði allt sem beðið var um og taldi að ríkissjóður væri að ábyrgjast allt ? Nú er kannski þessi snildar-ríkisstjórn að koma með Icesafe hókus pókus lausnina og neyta að ábyrgjast ?
Eitthvað hlýtur Framsókn að vera með í pokahorninu - Og ætla sér jafnvel að færa lagaleg rök fyrir því að íslenski ríkissjóður ber engar skyldur til að greiða erlendum kröfuhöfum uppsetta skuld á kostnað skattgreiðenda.
Framsókn ætlar mögulega að láta lánveitendur / kröfuhafa taka smá ábyrgð á óhóflegri veðlausri lánastefnu sem var og er á góðri leið með að rústa góðu landi.
Held að það væri ágætt að hlægja minna af seinheppnu Framsóknarfólki , því sá hlær best sem síðast hlær !
Benný Rós (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 00:19
Það er eðlilegt að hvíni í Ómari, sem krefst ríkisábyrgðar á allar skuldir allra, sama hvað þær heita.
Það hafa áður verið birtar greinar lögmanna þar sem þessi ríkisábyrgð er dregin í efa, en það hefur hins vegar ekki nokkur maður getað vísað í hvar meinta ríkisáybyrgð er að finna.
Hún er nefnilega hvergi til.
Sigurður (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.