29.10.2013 | 23:12
Vogunarsjóðir og íslenskir bankar.
Mikið hefur verið rætt um vogunarsjóði hér uppi, oft kallaðir af pólitískum lýðskrumurum hrægammar o.s.frv. Umræðan er oft á tíðum þannig að mætti halda að vogunarsjóðir ættu bankanna 100%.
Kíkjum á staðreynd: Vogunarsjóðir eiga minnihluta í Glitni:
,,Af 50 stærstu almennu kröfuhöfum í þrotabú Glitnis eiga 15 bankar 30,60% og 2.9991 aðrir almennir kröfuhafar 20,46% af samþykktum almennum kröfum. 35 sjóðir eiga samanlagt tæpan helming samþykktra krafna eða 48,94%. Aðeins hluti þeirra sjóða eru vogunarsjóðir.Þetta kemur fram í skjölum sem kynnt voru kröfuhöfum á kröfuhafafundi Glitnis í morgun og Viðskiptablaðið hefur undir höndum. Fimmtíu stærstu kröfuhafar í þrotabú Glitnis eiga samtals 79,54% hlut heildarkrafna." http://www.vb.is/frettir/78622/
2012 er bara eitthvað brot af kröfum í eigu vogunarsjóða í Glitni. Annar stærsti eigandinn er Landsbankinn. 15 bankar eiga um 50%.
Þarna sést undireins að eigandahlutfallið er allt öðruvísi 2012 en ætla mætti af tali pólitískra loddara.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.