26.10.2013 | 18:00
Ætla Sjallar að slíta ríkisstjórninni svokölluðu?
Fullyrt er í fjölmiðlum í dag að öfl innan Sjallamannaflokks vilji hætta samstarfi við Framsóknarmannaflokk sem fyrst:
,,Innan Sjálfstæðisflokksins er tekið að gæta óþols vegna loforðaglamurs Framsóknarflokksins. Það er almenn skoðun flokksmanna að ekki verði hægt að standa við það að fella niður stóran hluta af skuldum íbúðareigenda. Leið Framsóknarflokksins er sú að prenta einfaldlega peninga til að standa við loforðið. Þær raddir eru uppi innan Sjálfstæðisflokksins að stjórn með Framsókn sé dauðadæmd og Bjarni Benediktsson formaður verði að höggva tímanlega á hnútinn áður en fylgi hans fer sömu lóðréttu leið og fylgi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar."
http://www.dv.is/sandkorn/2013/10/26/vilja-stjornarslit/
Athugasemdir
það væri óskandi. framsóknarflokkurinn á ekki að vera til
Rafn Guðmundsson, 26.10.2013 kl. 18:14
hvað kallar þú meirihluta skulda ómar er 10%-50%-80% leiðréting er ekki niðurfellíng skulda heldur greiðsla af ofteknu fé. eða er ef tekið er upp 80% af regluverki e,b.e sama og inganga inní e.b.e senilega að mati ómars
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 08:49
rafn: við höfum séð hvernig er að lifa ánn framsóknar frá 2007 glundroðinn hefur verið alger svo gættu að hvers þú óskar þér rafn.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.