23.10.2013 | 22:57
Þetta leiðir vel í ljós hve grunnt er á fordómum gagnvart Róma fólki og hve lítið virðist þurfa til að fari af stað nokkurskonar witch hunt.
Eg hélt bara að allir vissu í dag að Róma fólk getur vel verið ljóshært og bláeygt. Framgangur breskra fjölmiðla í þessu máli vekur líka upp huge spurningar um hverskonar fjölmiðlar þeir eru eiginlega. Alveg forheimskandi fjölmiðlar þó viss stigsmunur sé á þeim. Mér finnst hinsvegar Irish Times hafa tekið nokkuð fagmannlega á þessu. Það er alveg eftirtektarvert hvernig bresku miðlarnir eru alltaf að tengja þetta við Madeleine McCann málið. Aldrei taka þeir þetta fram eða nefna: http://www.cwporter.com/mccann.htm
Stúlkan er dóttir róma-fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef mammi og pabbi eru svarthærð og brúneygð, kanski amma og afi líka en ég ljóshærður og bláeygður...þá er þetta alveg rökrétt afleyða.
já, hvað gery Roma fólkið hefur verið útatað í for án þess að hafa nokkuð unnið til þess, skelfilegt!
Hallur (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 06:37
Dökkhært og brúneygt fólk getur átt ljós og bláeygð börn ekki öfugt: Ef báðir foreldrar hafa hrein blá augu geta þau ekki átt brúneygt afkvæmi. -Víkjandi og ríkjandi gen, Mendel-.
Fréttin er villandi. Á Írlandi búa hópar íra sem eru kallaðir Travellers eða Luchi siuil(gangandi fólkið)og eru ekta írar og ekkert skyldir Zígaunum, frekar en íslendingar.
Aftur á móti eru zígaunar á Írlandi og fréttin segir ekkert um, hvorn hópinn er um að ræða.
Ef stúlkan er dótti þessa fólks, þá eru þetta örugglega ekki zígaunar heldur írar (Travellers).
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 11:08
Nei. Ekki traveller. (Uppruni Travallera er reyndar umdeildur)
Þetta var Roma fjölskylda. Og þeir írarnir eru búnir að taka tvö börn rétt si sona frá Roma fjölskyldum - bara af því að börnin eru ljóshærð! Þetta er með ólíkindum.
Og trúðu mér, Róma fólk getur alveg verið ljóst á hörund, ljóshært mð blá eða græn augu og allaveganna.
Ef þú trúir mér ekki - þá geturðu bara gúgglað það.
Þetta er að vísu fræg myta að allt Romafólk sé eins í útliti og talið er að fólk hafi þá ímynd úr lélegum fjórða og fimmta flokks bíómyndum.
Eg hélt bara að öll yfirvöld og fólk sem nauðsynlegt er að viti eitthvað pínulítið í sinn haus vissi þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2013 kl. 18:42
Fólkið í Grikklandi er þegar búið að játa að það hafi keypt barnið.
Það er mansal Ómar minn, það er enginn munur að kaupa mánaðargamalt barn og 14 ára barn, það er bæði ólöglegt og ætti að sækja foreldrana og fósturforeldrana til saka.
Gunnar (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 20:27
Það er reyndar ekki rétt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2013 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.