Væri ekki hægt að nota peningana sem eiga að fara í Gálgahraunsveg í Landspítalann?

Það hefur ekki farið fram hjá mönnum harkan og ákefðin sem framsjallar leggja í að fá að rótast í Gálgahrauni eins og tuddar.  Ákefðin hefur nú þegar verið tengd ákveðinni fjölskyldu.  Það þarf ekki að koma á óvart.  

Eg er eigi að sjá að neitt forgangsmál sé fyrir heimilin í landinu hérna að framsjallar fái að rótast og djöflast í Gálgahrauni.  

Alveg eins hægt að eyða þessum peingum í Heilbrigðiskerfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Má e.t.v. benda þér á Ómar Bjarki að byrjað var á vegaframkvæmdunum í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar. - Hefði hann ekki manna best átt að vita í hvað heilbrigðiskerfið stefndi?

Nei, þú vilt líklega ekki heyra það frekar en öll rökin sem komið hafa fram í dag sem hrekja þessa spillingarkjaftasögu.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2013 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband